KLEINURNAR HENNAR INGU

1 kg Kornax hveiti
350 gr sykur
100 gr smjör/smjörlíki
2 egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk hjartasalt
5 dl súrmjólk
1/2 tsk kardimommudropar, 1/2 tsk sítrónudropar, 1/2 tsk vanilludropar

Við notuðum m.a. þessa laktósafríu súrmjólk frá Örnu, þvílíkur happafengur fyrir þá sem er með mjólkuróþol :)

Við notuðum m.a. þessa laktósafríu súrmjólk frá Örnu, þvílíkur happafengur fyrir þá sem er með mjólkuróþol ?

Aðferð:

Öllum þurrefnum hrært saman. Smjörið skorið í litla bita og mulið saman við hveitiblönduna með fingrunum þar til það er orðið að fínkorna mulningi.

Kleinubakstur

Súrmjólk og eggjum hrært saman ásamt dropum (best að nota alla, þá verða þetta ekta Ingu-kleinur ? )  og svo hrært út í hveit/smjör blönduna. Öllu hvolft á hveitistráð borð og hnoðað mjög vel, hveiti bætt við eftir þörfum. Deigið á að vera aðeins blautt en þó þannig að það sleppi bæði höndum og borðplötunni.

Ég er ekki vön að hnoða í höndunum, en þetta er of mikið deig fyrir venjulega kitchen-aid þannig að ég lét mig hafa það í þetta skiptið :)

Ég er ekki vön að hnoða í höndunum, en þetta er of mikið deig fyrir venjulega kitchen-aid þannig að ég lét mig hafa það í þetta skiptið ?

Síðan er hluti af deiginu klipinn af, og flattur út á vel hveitistráðu borði, ca. hálfs cm. þykkt og skorið út í kleinur.

Ætli þetta sé ekki svona hálfur cm.?

Ætli þetta sé ekki svona hálfur cm.?

Ef þið eigið ekki kleinujárn (sem við eigum hvorugar, járnið á myndinni eign mömmu) má t.d. hnota beittan hníf eða pizzuskera. Skorin er lítil rauf í miðjuna á hverri kleinu og öðrum enda kleinunnar ýtt í gegnum raufina.

Þær eru helst til ílangar hjá mér kleinurnar, ég gerði þær aðeins breiðari og styttri þegar á leið.

Þær eru helst til ílangar hjá mér kleinurnar, ég gerði þær aðeins breiðari og styttri þegar á leið.

 

IMG_5126

Þetta er endurtekið við allar kleinurnar (Við settum inn myndband til að útskýra þetta betur, sjá neðst í póstinum). Best er að strá örlitlu hveiti á fat eða ofnskúffu og leggja kleinurnar þar (ef hveitinu er sleppt eiga þær á hættu að klessast bara við fatið og skemmast).

Við viljum byrja á því að biðja fólk um að fara MJÖG varlega þegar feitin er hituð og kleinurnar steiktar. Feitin nær miklum hita og auðvelt er að skaðbrenna sig ef ekki er farið varlega.

1 tólgardós á móti 2 palmín-stykkjum!

1 tólgardós á móti 2 palmín-stykkjum!

Hitið  500 gr  af tólg og 1000 gr feiti á rétt yfir miðlungshita, einnig er hægt að notast bara við feiti en þá er notað 1500 gr feiti. Þegar tólgin er bráðnu er gott að setja afgangs deigbita útí til að sjá hvenær feitinn er orðin nógu heit til að steikja kleinurnar. Ef feitin verður of heit verða kleinurnar of dökkar of hratt en hráar inní, mamma sem er nánast með háskólagráðu í kleinubakstri setur 6-8 stk í einu í pottin. Við það nær hún að kæla feitina aðeins í hvert sinn sem kleinur fara í pottin og viðhalda þannig góðum hita á feitinni.

Þegar ég byrjaði að steikja var ég bara með 2-4 i einu og því náði feitin að hitna meira og þurfti ég að lækka hitann en á meðan ég beið eftir því að feitin kólnaði tók ég pottinn af hellunni. Í myndbandinu sem fylgir er hægt að sjá að það tekur rúma mínútu að steikja kleinuna. Þegar kleinurnar eru steiktar er nauðsynlegt að velta þeim reglulega til að kleinurnar fái jafna steikingu og verði jafn gylltar báðumegin. Veiðið kleinurnar upp úr og leggið þær á eldhúspappír. Það fer eftir potti, eldavél og feiti hvaða hitastilling hentar í hvert sinn þannig það er um að gera að prufa sig bara áfram. Kleinurnar eru bestar nýsteiktar og volgar en það er auðvitað mjög þægilegt að frysta þær líka.

Njótið ?

Kleinubakstur

 


 Kleinurnar hennar Ingu

1 kg Kornax hveiti
350 gr sykur
100 gr smjör/smjörlíki
2 egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk hjartasalt
5 dl súrmjólk

1/2 tsk kardimommudropar, 1/2 tsk sítrónu dropar og 1/2 tsk vanilludropar

Aðferð:

Öllum þurrefnum hrært saman (ath: mamma hefur minnkað sykurinn talsvert frá því sem gefið er upp hér með góðum árangri!). Smjörið skorið í litla bita og mulið saman við hveitiblönduna með fingrunum þar til það er orðið að fínkorna mulningi.

Súrmjólk og eggjum hrært saman ásamt dropum (best að nota alla, þá verða þetta ekta Ingu-kleinur ? en það má einnig sleppa þeim )  og svo hrært út í hveit/smjör blönduna. Öllu hvolft á hveitistráð borð og hnoðað mjög vel, hveiti bætt við eftir þörfum. Deigið á að vera aðeins blautt en þó þannig að það sleppi bæði höndum og borðplötunni.

Síðan er hluti af deiginu klipinn af, og flattur út á vel hveitistráðu borði, ca. hálfs cm. þykkt og skorið út í kleinur (sjá mynd). Ef þið eigið ekki kleinujárn (sem við eigum hvorugar, járnið á myndinni eign mömmu) má t.d. hnota beittan hníf eða pizzuskera. Skorin er lítil rauf í miðjuna á hverri kleinu og öðrum enda kleinunnar ýtt í gegnum raufina. Þetta er endurtekið við allar kleinurnar (Við settum inn myndband til að útskýra þetta betur, sjá neðst í póstinum). Best er að strá örlitlu hveiti á fat eða ofnskúffu og leggja kleinurnar þar (ef hveitinu er sleppt eiga þær á hættu að klessast bara við fatið og skemmast).

Við viljum byrja á því að byðja fólk um að fara MJÖG varlega þegar feitin er hituð og kleinurnar steiktar. Feitin nær miklum hita og auðvelt er að skaðbrenna sig ef ekki er farið varlega.

Hitið  500 gr  af tólg og 1000 gr olíu á rétt yfir miðlungshita. (Ath: það fæst víst engin tólg í Svíþjóð þannig að við höfum steikt upp úr hreinni kókos-feiti og það hefur virkað mjög vel.) Þegar tólgin er bráðnuð er gott að setja afgangs deigbita útí til að sjá hvenær feitinn er orðin nógu heit til að steikja kleinurnar. Ef feitin verður of heit verða kleinurnar of dökkar of hratt en hráar inní, mamma sem er nánast með háskólagráðu í kleinubakstri setur 6 stk í einu í pottin. Við það nær hún að kæla feitina aðeins í hvert sinn sem kleinur fara í pottin og viðhalda þannig góðum hita á feitinni.  Í myndbandinu sem fylgir er hægt að sjá að það tekur rúma mínútu að steikja kleinuna, og ágætt/nauðsynlegt að velta þeim reglulega til að sjáá hvernig gengur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.