Bravó!

Featured Post Image - Bravó!

Já ég held án þess að við hjónin séum alveg búin að ræða nafngift bátsins þá sé Bravó nafnið, það er eitthvað svo mikið bravó við að sigla niður Mandalselven og sigla um eyjarnar í kringum Mandal að einhvern veginn held ég að Bravó sé nafn með rentu. Takk Arnar Jónsson að koma þessa tillögu. Ég sé líka fyrir mér að fólk sem við siglum framhjá muni segja nafnið upphátt því Bravó er svolítið alþjóðlegt orð. Allir segja af og til Bravó, bravisimó! Alla vega nokkrar myndir í viðbót frá síðustu siglingu ég elska þetta eyjalíf. Já ég sýni það í næsta bloggi þe. eyjuna sem við fundum og siglum til síðast. Hún heitir Aspholmen.

Og þó þessar bláu myndir séu algjörlega dásamlegar þá er líka gaman að leika sé í myndvinnslu og hérna er ég búin að setja inn sólarlag á 3 myndir. Væri gaman að heyra hvað ykkur finnst um þær.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.