Hatholmen!

Featured Post Image - Hatholmen!

Hatholmen er pínulítil eyja fyrir utan Mandal en þar er hægt að gista fyrir lítinn pening og eins bara koma með kol og mat á grillið og njóta þess að vera þar í hálfan dag eða hvað maður vill. Við kíktum þangað í gær og hittum annað bátafólk, já nú erum við bátafólk ha ha ha en þau voru mjög vinaleg og svo hittum við gamlan vinnufélaga minn og konuna hans og þau gátu sýnt okkur húsin og sagt okkur söguna og þess háttar. Frábær dagur sem endaði með sólbaði og heitum potti en snemma í rúmið því í dag er pre afmælisdagur hjá tengdasyninum en hann á afmæli á fimmtudaginn svo við bjóðum í stórsteik á grillið í dag, við bjóðum líka upp á sól og huggulegheit í garðinum okkar. En hérna koma myndir frá gærdeginum úti í Hatholmen.

Og já við fengum nýja blæju á bátinn okkar svo nú getum við verið í meira skjóli fyrir vind og regni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.