Sumarfrí 2021 – Á leið í Sogndalen

Dagur 7 og við skelltum okkur bara snemma á fætur þar sem leiðin lá frá Åndalsnes yfir í Sogn og Fjordene eða Sogndalen eins og það er kallað í dag. Þegar ég gerði þessa hringleið og planaði fríið var ég ekki búin að panta gistinguna og valdi bara staðina og því fékk ég út hringleið […]

Sumarfrí 2021 – Romsdalen og Åndalsnes

Dagar 5 og 6 voru teknir í Romsdalen og Åndalsnes. En frá Jessheim var 5 tíma akstur þangað sem við ætlum að gista. Og að sjálfsögðu er tekin selfie þegar svona stór kafli er framundan. Þe. við tvö, villingarnir (þe. fólk sem getur villst allstaðar) förum í stæðsta road trip 39 ára sambúðar, eða um […]

Sumarfrí 2021 – Osló

Þriðji dagurinn okkar í fríi og þá er ferðinni heitið til Osló. Ákváðum samt að fara fyrst til Jessheim heim til Maríu og Stefáns og skilja bílana eftir þar og taka lestina til Osló, svo við þyrftum ekki að vera að þvælast á bílum í þessari stóru borg. Og þar sem við rétt skreppum inn […]

Sumarfrí 2021 – Tønsberg

Dagur 2 byrjaði þannig að við skelltum okkur til Tønsberg þar sem við hittum Maríu og Stefán sem ætluðu að eyða með okkur helginni. Það urðu nú aldeilis fagnaðarfundir þar sem við höfum ekki sést í allt alltof langan tíma. Hótelið í Tønsberg tók mun betur á móti okkur en í Skien og allt þar […]

Sumarfrí 2021 – Skien

Að sjálfsögðu hófst sumarfríið okkar á selfie, en ekki hvað! Við byrjuðum fríið á að sækja Rúnu og Tóta í Søgne og keyrðum svo saman til Skien. Málið er að þegar við ákváðum fríið þá langaði okkur að byrja í Kragerøy en þar var ekki hægt að fá gistingu svo við skutum bara út í […]

Þá hefst ferðalagið okkar á morgun…

og erum við orðin þvílíkt spennt því við höfum ekki farið í planlagt ferðalag í alltof mörg ár. Upphaflega var planið að vera á Íslandi í 3 vikur og njóta þess að vera þar og dytta að bústaðnum en í ljósi covid þá var því aflýst og við plönuðum Noregsfrí. Það byrjar á morgun með […]

Alveg að detta í …..

sumarfrí. Síðasti dagurinn í dag fyrir frí og það er langt síðan ég hef hlakkað svona mikið til að fara í frí, enda líka langt síðan ég hef verið útivinnandi í næstum heilt ár þó ekki hafi það verið allan tímann 100% þá hefur það verið jafnt og þétt eitthvað alla virka daga. En ég […]

Sumarið er komið…

og er reyndar búið að vera hjá okkur í heilan mánuð með sól og hita og núna heldur það bara áfram dag eftir dag sól og 28 stiga hiti, ég elska það ekki meðan ég er að vinna, því það er skelfilegt að vera að þrífa og skúra og svitna bara eins og andskotinn og […]

Á degi sem þessum…..

myndi ég gjarnan vilja hafa stærri brjóst. Það er aðeins á ca. 4 ára fresti sem þetta kemur yfir mig. Oftast væri ég bara til í að hafa þessi pínulitlu sem ég hafði áður en ég átti Ástrós Mirru svo ég þyrfti alls ekki að vera í spennitreyju alla daga. Hver var það sem fann […]

Glaðasti….

hundur í heimi eða? Ég velti stundum fyrir mér lífi hunds og hugsa oft að ef ég þyfti að lifa eins og hundur þá myndi mér líklega líða eins og ég væri í ofbeldissambandi, því hann má ekki þetta og á að gera þetta eða bara sitja og standa eins og við viljum. Allt annað […]