Hvað er þetta með Norðmenn og……

Joik, það er alveg sama hversu lélegt joik atriðið er því er fagnað eins og ég veit ekki hvað. Er þetta samviskubitið yfir því hve illa Norðmenn fóru með Samana hérna á árum áður eða hvað? Ég þjáist alla vega ekki af þessu samviskubiti og finnst tónlist samana leiðinleg, skil alveg að þeir viðhaldi sinni […]

Hvernig eitt leiðir af öðru….

Ég var í jarðarför á föstudaginn hjá dásamlegri dífu og söngkonu sem lést allt of snemma, en mikið var það falleg athöfn með fallegum söng en þó sá maður stundum að söngvararnir sem voru vinir söngkonunnar áttu erfitt með sönginn sinn og það skil ég vel. Að vera í jarðarför í steymi finnst mér ekki […]

Gervigreindin…

Já það er þetta með gervigreindina, sumir er hræddir við hana og aðrir skilja hana ekki en ég er nú ein af þeim sem tek henni fagnandi alla vega “so far” og hef notað mikið til að hjálpa mér að gera texta við myndir sem ég hef tekið og er að setja á ljósmyndavef og […]

Einkennilegt….

Það er einkennilegt þegar maður lætur ákveðin verkefni alltaf sitja á hakanum, þetta þurfa ekki endilega að vera leiðinleg verkefni, heldur bara verkefni sem ekki eru gerð dags daglega. Eins og að mála tvær hurðar hérna í horninu hjá mér, ég er búin að eiga málninguna síðan fyrir brúðkaup en eins og Eyjamönnum er tamt […]

Breytingar í vændum

Mér sýnist á veðrinu að ég þurfi að fara að ganga í sokkkum aftur en það þýðir þá líka að ég get farið að nota skóna og úlpuna sem ég keypti fyrir afmælispeningana mína í apríl en það er búin að vera ónotað frá því ég kom frá íslandi í apríl. Það verður skemmtilegt, spurning […]

Eigum við eða eigum við ekki….

að ganga í brjóstahöldum? Þegar ég sá grein núna nýlega í Nrk eða TV2 um unga stúlku sem fór fram á það við atvinnurekanda að hún fengi leyfi til að ganga ekki í brjóstahöldum eða BH eins og Norðmennirnir kalla það þá fór ég að hugsa: Af hverju erum við konur svona hræddar við að […]

Að telja múrsteina…

er hobbý sem ég hef og hef haft eftir haustið 2017. Ég veit ykkur finnst þetta skringilegt hobbý og þetta er ekki svona hobbý sem gleður mig nema þegar múrsteinarnir eru margir. Þegar þeir eru fáir þá er stutt í kvíðann og þá kemur annað hobbý í kjölfarið og það er að skoða veðurfréttir og […]

Skyndihjálparnámskeið

Já það var aldrei að ég þyrfti ekki að skella mér á skyndihjálparnámskeið í vinnunni, ég var meira að segja í sérstökum hópi sem átti að læra á hjartastartarann þar sem það er einn svoleiðis í íþróttahúsinu sem ég er að skúra í. Það er alltaf svona “sikkerhetsuka” (öryggisvika) á haustin hjá okkur og námskeið […]

Ný ég eða …..

Já þegar það hittist á sama tíma og ég er eitthvað að taka til í sjálfri mér að þá fengum við loksins tíma hjá löggunni til að ljúka ferlinu við að sækja um norskan ríkisborgararétt. Kannski er það ákveðin tiltekt líka, ég veit ekki. Alla vega við hjónin áttum tíma í gær, það stóð vinsamlegast […]

Að taka til í sjálfri sér!

Ég er að taka smá til í sjálfri mér þessa dagana og fylgist með Lindu P í einhverju sem hún kallar kröftugri á 30 dögum og er með á Instagram. Við erum búin að fara yfir það að ég þarf að hætta að efast um sjálfa mig, muna að ég get næstum allt sem ég […]