Love affair

Jæja þá er sumarfríið hálfnað og finnst manni það alltaf skrítið þegar halla tekur á það.
Við erum búin að hafa það ótrúlega gott í sæluríkinu Þingvöllum hitinn fór uppí 29.7 gráður og við fengum meira að segja skógarelda eins og Grikkirnir.

Við erum að fara á Clapton í kvöld hjónakornin og svo ætlar Þráinn að skella sér í bústaðinn strax á morgun en við mæðgur verðum áfram í bænum því Mirra Skotta er að fara í afmæli á sunnudaginn og svo drífum við okkur bara aftur í sveitina.  Líklega kemur Sara skvís með okkur aftur svo Mirra Skotta hafi félagsskap af jafnöldru sinni.  Ég verð að viðurkenna að ég nenni ekki eins mikið að fara í teboð út í Mirrukot eins og áður og mér finnst bara fínt að hún hafi vinkonu með sér og mamma hennar Söru er að vinna frekar mikið í Ágúst svo það græða allir á þessu.

Við erum nú eitthvað að hugsa um að skreppa út fyrir Þingvallahringinn en þó ekki búin að ákveða það, eigum eftir að finna út hvaða stað okkur langar að heimsækja.  Held reyndar að Landmannalaugar væru ofarlega á lista, mér skilst á Konný að það sé fólksbílafært en ég hef alltaf haldið að þetta væri bara jeppafært, en það kemur bara í ljós.  Ég hef verið ágætlega dugleg að taka myndir og er sjálf mjög hrifin af þessu ástarsambandi sem ég rakst á, mér dettur alltaf í hug við Þráinn, svo samofinn og vitum stundum ekki hvar annað okkar byrjar og hitt endar, ruglumst stundum á því hvort vill hvað osfrv.  þannig að hún er mjög lýsandi fyrir okkur þessi mynd.

Þangað til næst, Kristín Jóna

kjona

Related Posts

Hetjurnar mínar!

Hetjurnar mínar!

Gervigreindin

Gervigreindin

Þrjóska

Þrjóska

Vonbrigði ársins!

Vonbrigði ársins!

No Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

flokkar

nýjar fréttir

komment

Um mig

Ég heiti Kristin Jona og er frá  Vestmannaeyjum. En  bý núna í Marnardal í Suður-Noregi og hef búið hér síðustu tólf árin. Ég hugsa alltaf um Ísland sem heimilið mitt, en ég elska líka að búa hér í Noregi.

Ég hef bloggað síðan árið 2003 svo ef einhvern langar að kíkja aftur í tímann þá er það hægt hérna.

Ég ákvað svo nýlega að bæta ljósmyndablogginu mínu við á þessa síðu svo hægt væri að sjá það samhliða vengjulegu bloggi og mataruppskriftum.