Það er nú ekki mikið mál að skipta um eina eldhúsinnréttingu þegar maður á mann sem er smiður og mjög handlaginn að auki eða hvað?
Maður rífur bara niður þessa gömlu og burðast með hana niður í sendibíl 11 ferðir einn daginn og 7 þann næsta ekkert mál þegar maður býr á 4 hæð en bíðið nú við… það þarf að færa rafmagn fyrir eldavélina því hún fer á hinn vegginn og það er ekkert sem kemur á óvart en svo fer rafvirkinn að spyrja hvar ætlið þið að hafa ljósin undir innréttingunni og sér að það þarf að færa dósina fyrir ísskápinn (hann má ekki fara í sama og eldavélin áður) og þegar búið var að mæla og spá og spekúlera í ljósunum kom í ljós að það þarf að færa hverja einustu ljósadós og ekkert mál segir minn maður sem á þessa líka fínu brotvél, ég dríf bara í þessu og hann byrjar….
Þið vitið að ég er með opið eldhús.. og bóndinn var ekkert að setja plast fyrir hurðaropin en hann dreif í þessu alltaf jafn duglegur og íbúðin var eins og vinnuskúr. Svo kom líka í ljós að það þarf að færa pípurörin því uppþvottavélin á koma beint fyrir framan kranana og kemst ekki fyrir því þeir standa of langt út.
Þetta er nú ekkert mál og þó… ég var voða ánægð hvað minn maður en duglegur en svo leið mínúta og þá allt í einu trompast ég út af ryki því það var miklu meira en út um allt, meira að segja hjartað mitt ruglaðist (þe. tölvan).
En semt sagt það er víst ekkert sem heitir að það sé einfalt að skipta um eldhúsinnréttingu nema sú gamla hafi verið eins og þessi nýja en þá til hvers að skipta.
Það er sem sagt búið að brjóta upp alla veggi í eldhúsinu hjá okkur og setja einhverja víra í og steypa aftur uppí og ég er búin að þrífa aðeins alla vega verð ég ekki lengur skítug af að labba inn í eldhús, reyndar er eldhúsið mitt hér uppá eldavélinni í holinu við einu innstunguna þar og þar get ég hellt uppá kaffi og sem betur fer bauð mamma okkur í mat í gærkvöldi.
Konni bró sem er rafvirkinn okkar ætlar að koma í dag og reyna að klára og þá getur Þráinn farið að pússa betur veggina og mála (annars gæti ég gert það líka er það ekki, ég er í fríi ekki hann) en annars er maðurinn minn svo spenntur að byrja að setja upp skápana en ég stoppaði hann af með að byrja og sagðist ekki treysta honum, rafvirkjanum og píparanum að ganga svo vel um að þeir reki ekki neitt utan í nýju skápana mína, þannig að skáparnir verða í stofunni þar til öll stóru verkfærin eru farin út úr eldhúsinu, þá má fara að setja upp skápa.
Bíðið við svo þarf að velja flísar, úff ég hélt að það mætti bíða en veggurinn er illa farinn eftir gömlu flísarnar og það er svo mikil vinna að laga hann svo það borgar sig að setja bara nýjar flísar strax, en ég er nú kannski búin að sjá þær sem mér líst á þær eru ljósdrapp eins og uppáhaldsliturinn minn þessa dagana og eldhúsið er þannig á litinn og svo er hægt að kaupa myndaflísar inná milli með svona frönskum kaffihúsamyndum, dálítið spennó er það ekki. En samt… ég verð að fá alls konar prufur því þetta verður alltaf þarna.