Elgsteik í Lofti

Já nú um helgina eldaði ég elgsteik (innrafillet sem nágranni okkar gaf okkur) í Lofti (Airfryer, þið munið að hann heitir Loftur). Fyrst tók ég bökunarkartöflur og skar i tvennt og smurði með olíu og saltaði, setti svo í Loft með skrælinginn niður í 10 mín á 165° og sneri þeim svo við í 30 […]

Kjúklingabitar og heimagerðar franskar í LOFTI (Airfryer)!

Jæja þá er komið að úrslitaleiknum í heimsmeistarakeppninni í fótbolta og af því tilefni höfum við boðið Jan nágranna að koma og borða middag (eins og Norðmaðurinn kallar það) og horfa á leikinn, það verður kannski kíkt í einn eða tvo bjóra með þessu eins og sæmir góðum fótboltaáhangendum. Ég byrjaði að sjálfsögðu á að […]

AirFryerinn mun heita Loftur

Já ég fékk þessa tillögu senda frá Konný systir og verð að segja að þetta er með betri nöfnum á AirFryer sem ég hef heyrt. Okkur Þráni leiðist ekki að segjast ætla að skella pulsum í Loft eða spyrja ertu búin að gera eitthvað með Lofti í dag? Hvað voruð þið Loftur að spá í […]

30% vinna að spara rafmagnið

Já ég get svarið það, vinnan við að setja endalaust í peisinn (kamínuna) niðrí stofu, fara út og sækja meiri við, sækja við, í vinnuna til Þráins til að spara enn meira með því að fá ókeypis við, því viður er ekkert ódýr þó hann sé svo sannarlega ódýrari en rafmagnið til kyndingar, skagar ábyggilega […]

Pizza í AirFryer

Já nei, ég held ég sé ekkert að fara að prófa það aftur, pizzan fer áfram á grillið, en nú er ég búin að prófa þetta og það virkaði ekki eða var alla vega allt of mikil vinna til að nenna því. En við byrjuðum daginn á að undirbúa okkar árlegu laufabrauðsgerð, ég bakaði vöfflur […]