Þar kom að því….

að bévítans veiran náði okkur hjónum en við erum búin að vera lasin í um tvær vikur þegar ég skrifa þetta, erum þó bæði farin að vinna aftur en gerum lítið meira en það. Þetta byrjaði með því að Þráinn varð veikur sem gerist nánast aldrei og þið sem þekkið mig vitið vel að ég […]

Já tíminn líður hratt….

þó maður hafi ekki endilega svo mikið að gera, það er rosalega oft fimmtudagur en það er hið besta mál ég væri nú alveg til í að hafa bara 4 daga vinnuviku og 3ja daga helgar alltaf. En ég hef lítið skrifað hér í þessari covit tíð enda margt umdeilt sem mann langar að skrifa […]

Árið 2021

Þegar maður ætlar að skrifa eitthvað þá er oft eins og maður blokkerist, en ég ætla enn og aftur að taka mig í skrifum því ég hef oft sagt það áður að ég man ekkert svo það er eins gott að það verði sett niður á blað (eða í skýin) svo einhver komi til með […]

Pabbi.

Jæja þá var komið að því að kveðja pabba í hinsta sinn en hann fékk hjartastopp í matsalnum á Hraunbúðum þann 10. desember 2021. Við segjum að hann hafi farið með stæl eins og hann kom í þennan heim. Hann elskaði athygli og fékk hana fram á síðustu mínútu. Ég rauk í lest um hádegi […]

17 daga föstuáskorun með Jóhönnu

Dagur 1. Já gott fólk, þessi áskorun hófst í gær kl. 18 með 24 tíma föstu. Ég hef fastað áður og hræðist hana ekki neinn en held að það að borða bara 800 he á dag í 6 daga geti orðið flólknari, en ég er aðeins byrjuð að lesa á alla matarumbúðir og reikna út […]

Nú læðist….

haustið að mér með sínum fallegu litum en einnig þessu líka myrkrinu, nú er komið myrkur uppúr kl. 7 á kvöldin og þegar ég vakna kl. 6.30 er svarta myrkur og byrjar ekki að birta fyrr en eftir kl. 7. Mikið er ég nú fegin að þurfa ekki út úr húsi svona snemma því þetta […]

Allt tekur enda um síðir….

og sumarfríið líka. Úff ég get ekki sagt að ég sé beint tilbúin í vinnu núna á mánudagsmorgni um þjóðhátíð að fara að vinna á eftir, en ég samt heppin að ég gat ráðið hvort ég byrji kl. 9 eða 11 og valdi 11 og vinn þá bara lengur í staðinn en það er líka […]

Sumarfrí 2021 – Lerøy í Bergen

Dagar 10 og 11 voru teknir á litlu eyjunni Lerøy, rétt fyrir utan Bergen. Þegar maður þekkir sjálfan kónginn á Lerøy er ekki hægt annað en að njóta þess að vera á eyjunni hans fögru. Það býr reyndar fólk þarna og fullt af fleiri sumarhúsum en hans en hann heitir sama nafni og eyjan og […]

Sumarfrí 2021 – keyrt frá Sogndal til Bergen

Dagur 9. Þá skal keyrt frá Sogndal til Bergen í einum rikk og við erum orðin svo kokhraust af öllum akstrinum hingað til að okkur finnst það bara ekkert mál. (okkur þá meina ég, ég sem sit í farþegasætinu) Við keyrum fyrst yfir þessa dásamlega fallegu brú sem var þarna rétt við bústaðinn sem við […]