Þá hefst ferðalagið okkar á morgun…

og erum við orðin þvílíkt spennt því við höfum ekki farið í planlagt ferðalag í alltof mörg ár. Upphaflega var planið að vera á Íslandi í 3 vikur og njóta þess að vera þar og dytta að bústaðnum en í ljósi covid þá var því aflýst og við plönuðum Noregsfrí. Það byrjar á morgun með […]

Alveg að detta í …..

sumarfrí. Síðasti dagurinn í dag fyrir frí og það er langt síðan ég hef hlakkað svona mikið til að fara í frí, enda líka langt síðan ég hef verið útivinnandi í næstum heilt ár þó ekki hafi það verið allan tímann 100% þá hefur það verið jafnt og þétt eitthvað alla virka daga. En ég […]

Sumarið er komið…

og er reyndar búið að vera hjá okkur í heilan mánuð með sól og hita og núna heldur það bara áfram dag eftir dag sól og 28 stiga hiti, ég elska það ekki meðan ég er að vinna, því það er skelfilegt að vera að þrífa og skúra og svitna bara eins og andskotinn og […]

Á degi sem þessum…..

myndi ég gjarnan vilja hafa stærri brjóst. Það er aðeins á ca. 4 ára fresti sem þetta kemur yfir mig. Oftast væri ég bara til í að hafa þessi pínulitlu sem ég hafði áður en ég átti Ástrós Mirru svo ég þyrfti alls ekki að vera í spennitreyju alla daga. Hver var það sem fann […]

Glaðasti….

hundur í heimi eða? Ég velti stundum fyrir mér lífi hunds og hugsa oft að ef ég þyfti að lifa eins og hundur þá myndi mér líklega líða eins og ég væri í ofbeldissambandi, því hann má ekki þetta og á að gera þetta eða bara sitja og standa eins og við viljum. Allt annað […]

I am becoming my mother….

Ég hef svo oft sagt þessa setningu í huganum og stundum upphátt við Þráin en fékk hana fast á heilann í morgun þegar ég ætlaði að leyfa Þráni að hlusta á lag á mínu spotify úr mínum síma en hans sími var tengdur bílnum og ég hef ekki hugmynd um hvernig á að skipta um […]

Gåtur i dag / göngutúr í dag

Ég geri það ansi oft ef ég ætla með Erro í göngutúr að sækja hann eftir vinnu hjá mér og keyra uppí vinnu til Þráins og skilja bílinn þar eftir og labba heim. Þetta er ca. 50 mín göngutúr ef maður bara labbar en auka 10 mín minnst fyrir mig sem alltaf þarf að stoppa […]

Ég er í kasti…..

Var að lesa þessa bráðskemmtilegu grein í NRK um hið illræmda meinta app sem við Íslenska þjóðin notum þegar við förum á deit. Appið hefur verið kallað «Bump your phone before you bump in bed» og kallað appið sem á að hindra «incest ved et uhell». Svo bæta þeir við að í kringum 2000 var […]

Norska MGP

Þetta er nú alveg tilefni í blogg sko, sérstaklega þar sem steingleymdi að senda snapp á laugardagskvöldið til vina minna sem hreinlega misstu held ég af keppninni þar sem þau treysta á mig. Ha ha ha en ég átti nefnilega eurovision deit við Guðrúnu vinkonu í Kópavoginum (skrítið að segja Kópavoginum þar sem hún hefur […]

Jæja ….

Þetta ætlar ekki að fara að taka neinn endi hérna, þessi helvítis veira. Noregur er búinn að vera með aukin smit bara nánast frá áramótum, dettur niður í nokkra daga og svo strax aftur upp eftir næstu helgi. Og svo er sveitarfélagið okkar komið með stórt útbrudd í þessari viku þar sem einn eigandi veitingarstaðar […]