Brauðstangir

INGREDIENTS   Kryddblandan á brauðstangirnar INSTRUCTIONS  Svo ákvað ég að prófa að gera þetta sama deig aftur, taka 1/3 af og gera brauðstangir en fletja hitt betur út og nota sem pizzabotn og úr því varð besta pizza ever. Svo ég mæli með því, hiklaust.

Einkennileg eftirnöfn og mannanöfn

Jæja, það er farið að birta hjá okkur, elska það við janúar að sjá hvað það munar í birtu á hverjum einasta degi en eitthvað er algorithminn að misskilja því það eru farnar að birtast sundfataauglýsingar hjá mér á FB núna, ég sem var bara að skoða lesgleraugu en hætti við að panta þau í […]

Myrkfælni

Ég var að velta því fyrir mér í morgun þegar ég keyrði í vinnu hálf blind alla leiðina því það var myrkur og ég mætti bílum og ég verð alveg blind í nokkrar sekúndur við hvern bíl, hvort það væri kannski eitthvað samhengi á milli þess að vera náttblind (og ég er sérstaklega slæm ef […]

Mínus 20 gráður úti

og aðeins 10 hitagráður inni í húsinu eftir nóttina, því varmadælan og litlu ofnarnir í svefnherbergjunum ná ekki að halda húsinu heitu þegar svona kalt er. Þetta minnir á janúar 2016 þegar við fluttum hingað, þá fór kuldinn niður í mínus 22. En við verðum fljót að hita húsið með nýja viðarofninum og þeim sem […]

Sex í pottinum

Já það er dásamlegt hvernig hægt er að misskilja hlutina sérstaklega þegar maður er í öðru landi, kemur reyndar sjaldnar fyrir núna eftir allan þennan tíma en það kemur þó fyrir. Ég ætla að segja ykkur nokkrar sögur og sú fyrsta er frá næstsíðasta degi ársins en við vorum með gesti hérna um áramótin og […]

Gleðilegt nýtt ár 2024

Gleðilegt nýtt ár elsku þið, við kveðjum 2023 sem var gott ár hérna á Nesan og bjóðum velkomið árið 2024. Árið byrjar með miklum snjóum og svo miklum að skólar eru lokaðir sumsstaðar, engar lestarferðir, engir strætóar (á sumum stöðum) og öskubílarnir ná ekki að hirða ruslið frá því fyrir jól með tilheyrandi rafmagnsleysi og […]

Jólin, jólin, jólin okkar!

Eftir dásamlega jóladaga með krökkunum okkar, tekur við heil vika í fríi hjá okkur báðum áður en við fáum gesti yfir áramótin. Já já ég veit við elskum að hafa gesti og helst fullt hús oftast. Auðvitað elskum við líka að vera bara ein heima en eftir 41 og hálfs árs sambúðar þá getur það […]

Nýjar hefðir

Þegar eitthvað eins og veikindi (covid/influensa) tekur af þér 10 daga fyrir jól, þá verður lítið um smákökubakstur, enda við ekkert svosem verið að því síðustu jól og auðvitað er alltaf hægt að kaupa þær í búð. Eins og ég sagði ykkur í fyrradag þá var ég ekki búin að kaupa allar jólagjafir þá og […]

Lennon / Ono

Já ég veit, ég var að hlakka til að fara í jólafrí síðast þegar ég spjallaði við ykkur en stundum fara hlutirnir ekki eins og maður ætlar, ég lagðist í covid, svo lagðist Þráinn í covid, Steina gat ekki komið til okkar því hún fékk lungnabólgu og við hefðum ekki getað sótt hana á flugvöllinn […]

Næstum jólafrí!

Jæja það hefur nú ýmislegt gerst síðan ég bloggaði síðast og sérstaklega hef ég verið að skrifa á hverjum morgni eitthvað en ég tók þátt í sjálfshjálparvinnu sem byggir á því að svara ákveðnum spurningum og skrifa um þær, segi kannski nánar frá því seinna. En alla vega ég gat skrifað og skrifað og stundum […]