Kannski ekki svo mikið að segja um menningarhátíðina annað en hún verður alltaf betri og betri og rigningin kom einni mínútu of snemma annars hefði þetta allt sloppið en við vorum heppin að mamma og Siggi voru með bílinn ansi nálægt því það er svolítið erfitt að hlaupa í grenjandi rigningu með sofandi barn á öxlinni. En Ástrós Mirra sofnaði rétt fyrir flugeldasýningu og hún rumskar ekki við bomburnar, hún hefur síðustu 3 menningarnætur sofið þetta af sér og því aldrei séð stóra og flotta flugeldasýningu, en það hlýtur að koma að því að hún getur vakað yfir þessu. Og svo vorum víð að Stætóast því við vorum svo lengi að komast heim í fyrra á bílnum og okkur fannst þetta alveg tilvalið sem það líka var, fyrst mamma og Siggi voru á bílnum og buðu okkur far.
En þegar við voruma að hálf hlaupa að bílnum í þvílíkri hellidembu og ég með Ástrós í fanginu en Þráinn með teppið, töskuna og tvær regnhlífar og við öll samt líka úlpuklædd þá mætum við strák á leið í bæinn á jakkafötunum og hann horfði á Þráinn og sagði snöggt: Fimmþúsund fyrir regnhlífina og Þráinn var fljótur að rétta honum hana og taka við fimmþúsundkallinum því þetta var regnhlíf merkt Eddu-klúbbunum sem ég hafði fengið þegar ég gekk í einhvern klúbb hjá þeim svo þetta var góður díll hjá mínum manni. Og svo skellti hann bara hinni regnhlífinni upp og hélt áfram. Geri aðrir betur.