Það er óvissuferð á eftir með starfsmannafélagi Maritech og ég er algjör hetja að því leitinu að ég veit ekkert hvert við erum að fara eða hvað við erum að fara að gera.
Ótrúlegt hjá mér. Var þó aðeins að bögga stelpurnar í gær með því að spyrja hvernig ég ætti að vera klædd innanundir útivistarfötunum, það hafði reyndar komið fram að það ætti að hafa með sér góðan utanyfirklæðnað svo mig grunar nú að við verðum eitthvað úti en svo gæti það bara verið blöff.
Ég hef látið mér detta í hug að við séum að fara í Flúðasiglingu, Vélsleðaferð, Jeppaferð uppá jökul og svo gæti ég haldið áfram. En stelpurnar í stjórninni eru þögular sem gröfin svo ég er “BLANCO” í þessum efnum og nýtt fyrir mér, mér líður bara ágætlega með að vita ekki neitt.
Þó er eitt sem ég hef áhyggjur af og það hvort allt sé “Under control” hjá stjórninni. Þ.e. eru þær með söngbækur, rétta músík…. osfrv. ætli stjórnin sé ekki að gleyma neinu? Ég sé það að ég held alltaf að ég geri allt best og allir þurfi á mér að halda til að hlutirnir gangi upp en þó veit ég að Íris og Magga klikka ekkert á þessu.
Svo ég segi bara… “Go for it, girls.”