Afmæli aldarinnar


Jæja þá er komið að því að halda afmæli aldarinnar!

En það er 5 ára afmæli Ástrósar Mirru og við mæðgur erum alveg að missa okkur í undirbúning og pælingar.

Það er búið að kaupa Pony hesta í Hagkaup því það á að vera Pony þema og þessir hestar eiga að fara á kökuna sem skraut.  Síðan var sérpantað úr Partýbúðinni alls konar diskar, glös, dúkar og servíettur með pony myndum á og er það allt komið og sem sagt búið að ákveða kökuna.  Ástrós Mirra er meira að segja búin að búa til boðskortin til krakkanna í leikskólanum en þau munu koma í sér afmæli á mánudaginn 14. nóvember en aðalveislan verður laugardaginn 12. nóvemeber kl. 14.

Þá eigum við bara eftir að setja saman gestalistann og senda út / hringja og bjóða í amælið.  Þráinn verður líklega í Eyjum að setja þessa glugga í íbúðina á Skólaveginum en það er bara gott að koma því frá.

Svo er konan búin að taka að sér eitthvað aukaverkefni sem hún ætlaði að dunda við að gera á kvöldin og það var tekið ofan í annað sem reyndar kláraðist á þriðjudagskvöldið en þá næ ég mér ekki á strik í hinu verkefninu sem eru þýðingar á WiseFish kerfunum okkar Maritech úr ensku yfir í Íslensku, hljómar frekar fáráðanlega þar sem við erum nú íslenskt fyrirtæki en við erum reyndar alþjóðlegt fyrirtæki og öll þróun á þessum kerfum fer fram í kanada svo það verður að þýða kerfin á okkar ylhýra tungumál.

Ég hélt ég kynni enskuna ágætlega en ég er svo lítið að nota Navision á ensku að ég þekki ekki nógu vel þessi hugbúnaðarhugtök en þá notar maður bara vinnufélagana, er það ekki?

Jæja ég er frekar andlaus núna enda klukkan bara 7.30 að morgni föstudags og við Ástrós ætlum að vera heima að vinna í dag því leikskólinn er lokaður.  Kosturinn við það er að þurfa ekki klæða sig strax, geta hangið á náttfötunum þó maður sé að vinna.


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.