4 staðir sem ég hef unnið á.
Maritech, frábær vinnustaður með skemmtilegu fólki og þar getur maður alltaf verið að læra eitthvað nýtt á hverjum degi.
Vestmannaeyjabær, það mun aldrei verða hægt að toppa partýin þar nokkurn tíma, þau voru þau bestu og mest undirbúnu og æfðu sem sögur fara af.
Tanginn í Vestmannaeyjum, þar fékk ég Curver delluna, þ.e. æði fyrir alls konar plastílátum, þvottabölum, vaskafötum, uppþvottagrindum ofl.
Skýlið í Vestmannaeyjum, gaman að hitta sjóarana á hverjum morgni og gefa þeim kaffi og heyra spjallið þeirra.
4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
Shawshank redemtion, hreinasta snilld
Die hard allar með tölu
Lethal Weapon
Shrek
4 staðir sem ég búið á:
Suðurbraut í Hafnarfirði og bý enn?
Sævangur í Hafnarfirði, innréttuðum neðri hæð í einbýlishúsi hjá eldri ekkju sem leit samt alltaf á sig í einbýlishúsi og eins og hún væri að gera okkur greiða með að leyfa okkur að búa þarna, samt leið okkur nokkuð vel þar.
Laufvangur í Hafnarfirði, fysta íbúðin sem við leigðum eftir að við fluttum í bæinn og þar leið okkur mjög vel, hátt til lofts og vítt til veggja.
Hásteinsvegur í Vestmannaeyjum, okkar eina einbýlishús með ofboðslega mikilli sál og æðislegan garð.
4 sjónvarpsþættir sem ég má ekki missa af…
Idol
… og aftur Idol
Prison break
Gray’s anatomy
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Kanaríeyjar, leið vel þar, rólegheit og gott að vera krakka þar.
Edinborg, mjög skemmtileg borg og gaman að hlusta á skotana tala.
Dublin, ekki minna skemmtileg en Edinborg.
Næstum allt Ísland fyrir utan Vestfirðina.
4 síður sem ég skoða daglega
www.visir.is ekki af því að ég sé fréttasjúklingur en samt?
www.mirra.net náttúrulega svo sjálfhverf að það hálfa væri nóg
www.haffabeib.blogspot.com af því að hún er svo gáfuleg
www.heimaslod.is af því að það er gaman að grúska í gömlum Vestmannaeyjafræðum
4 matartegundir sem ég held upp á:
Humar
Lambafillet með puru
Lambakótilettur
Kjötsúpa
4 bækur sem ég hef lesið nýlega:
Ótuktin eftir Önnu Pálínu Árnadóttur, fékk meira að segja netta martröð í nótt og dreymdi að ég væri komin með krabbamein.
Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason, hann klikkar aldrei
Myndin af pabba, saga Thelmu, ótrúlega sterk kona og ég tek ofan fyrir henni og fer reyndar að gráta þegar ég hugsa um æsku hennar.
Afi draugur, frábær barnabók um strák sem missir afa sinn og afi hans gengur aftur og þeir reyna í sameiningu að komast að því af hverju.
4 staðir sem ég myndi vilja vera núna:
Ég er þar sem ég vil helst alltaf vera, heima hjá mér og meira að segja nýbúið að taka allt til og skúra svo það er enn betra.
Á Gjábakka í Þingvallasveit en það hlýtur að fara að vora svo við getum farið að fara í sveitina okkar.
Á sólarströnd með Ástrós Mirru og Þráni
… detta ekki fleiri staðir í hug í augnablikinu enda er ég oftast ánægð þar sem ég er
4 strákar sem ég skora á að gera þetta:
Þráinn minn
Baldur vinur
.. þekki ekki fleiri stráka sem myndu nenna svona
4 stelpur sem ég skora á að gera þetta:
Konný systir
Klara systir
Hugrún vinkona
Hafrún Ósk
.. og allar þið stelpur sem nennið svona ég þekki miklu fleiri stelpur en stráka.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna