Ég var að lesa dóma um Magna og Rockstar á netinu og ég get svo svarið það að ég fékk þvílíka gæsahúð honum var hrósað svo mikið.
http://www.topix.net/content/blogcritics/1935541754042403450712063968582070233799
Kíkið á þetta og hlustið á lögin hans eins og Dolfins cry og Fire hann er hreint út sagt geðveikt flottur í þeim. Ég held að ég hljóti að hafa verið rokkari í poppdulargervi því ég er að fíla þessa músík alveg í botn.
Til dæmis fannst mér Storm Large alveg frábær í síðasta þættinum og lagið hennar What the fock is ladylike finnst mér æðislegt. Hlustið á það aftur hér.
http://www.youtube.com/watch?v=G25okFg80XE
Eins fannst mér Storm líka æðisleg í botnbaráttunni, lagið sem hún tók þar Wish you were here, var rosalega flott hjá henni og fékk kalla eins og Jason til að fá tár í augun.
Og vitiði hvað ég er farin að sjá lítinn dreng innan í Lucasi og held að hann sé bara allt of mikið að feika sjálfan sig. Sá sem skrifar dómana um Magna hér að ofan segir einmitt að hann sé ekkert að setja á sig einhverja hringi, engin tattú eða annað skraut sem aðrir rokkarar gera, hann sé í þessu fyrir músíkina en ekki fylgihlutina. Sem er náttúrulega frábært.
Svo er það náttúrulega Dilana, hvað á maður að segja um hana, ég elskaði hana til að byrja með en þoli ekki svona dramatík og grenj. Ég las samt blogg frá Storm þar sem hún segir áhorfendum að hætta að velta því fyrir sér því Dilana sér frábær í alla staði og eigi ekki skilið að þetta sé það sem fólk muni um hana. Svo við skulum sjá til í næsta þætti, hún komst alla vega aðeins í gírinn þarna um daginn þegar hún tók pönkið svo… gefum henni séns.
Þá er það Toby sem er eftir og það segja allir að hann vinni þetta, sem getur vel verið mér finnst hann mjög flottur en samt ekki flottastur. Reyndar var lagið hans frumsamda frábært og allir að syngja það ennþá því það var svo grípandi, og svo er hann kom með skemmtilega sviðsframkomu.
Svo í rauninni eru þau öll frábær sem eftir eru og ef minn draumur ætti að rætast þá færu Lucas og Dilana með Supernova en Magni og Toby með húsbandinu sem er náttúrlega geðveikislega góð hljómsveit.
Að lokum vil ég samt segja það að ég sakna Ryans og augnanna hans og sé hann endalaust sitja við píanóið og syngja Loosing my religion.
http://www.youtube.com/watch?v=UENIqSWdlzg
Jæja gott fólk ég ætla að láta þetta duga í bili, hlakka mikið til mánudagsins (raunveruleikaþátturinn kemur þá á netið) og þriðjudagsins (úrslitaþátturinn) veit þó ekki hvort ég vaki ég þoli svo illa að vera svefnlítil og það virtist taka mig á aðra viku um daginn að jafna mig á vökunni svo kannski ég stilli timer og horfi bara eldsnemma um morguninn frekar, já og svo er það miðvikudagurinn þar sem úrslitin ráðast.
kjg Athugasemd: jamm ég er bara nokkuð á sama máli og þú.. Held að það skipti raunar engu hver “vinnur”, þau eru öll sigurvegarar.. og kannski fínt að vera ekki bundinn Supernova þegar þessu er lokið.
Ég hlakka til að sjá hvernig þetta fer, þó ég segi eins og þú – ég get ekki vakað alla vikuna 😉
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna