Pulp Fiction dansinn

19.10.2007

Munið þið hvernig dansinn var.  Mirran mín dansar hann geðveikt fyndið og flott.  Ég held að hún sé mesti rokkarinn sem ég þekki 6 ára.  Þær eru svo fyndnar vinkonurnar þegar þær eru að tala saman.  Helga Rós segir:  Það var ógeðslega flott Ástrós þegar þú gerðir svona …. í dansinum og Ástrós stendur upp og segir, þú meinar svona … og sýnir dansinn.  Flottustu stelpurnar og mín aðal rokkarinn í bænum.

Ástrós Mirra er byrjuð að spekúlera í hvaða föt hún fari í á morgnanna og vill að ég taki til í fataskápnum hennar því það sé allt of mikið fötum þar sem ekki séu fyrir rokkara.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.