Tröll og aðrar álfasögur

Það fyrsta sem skal segja frá er að kallinn er orðinn betri og fer í vinnu á morgun.  Hann er náttúrulega ekki orðinn góður en miklu betri, og það er gott.

Það var þemavika í síðustu viku hjá Hraunvallaskóla og var þemað Álfar og Tröll.

Ástrós Mirra var í tröllahópi og bjuggu þau til tröllastyttur, tröllamyndir og annað tengt tröllum.

Þau heyrðu líka tröllasögur og sáu tröllaleikrit.  Sem sagt mjög skemmtileg vika sem endaði á opnu húsi þar sem foreldrum og vinum var sýndur afraksturinn.

Við fórum á föstudaginn að skoða og þetta var æðislegt hjá þeim.  Svo var hægt að kaupa kaffi og meðí og voru krakkarnir ekkert smá dugleg og flott í þessu hlutverki, kurteis og til fyrirmyndar í öllu sem þau voru að gera.

Í gær var svo mikill afmælisdagur, Ástrós Mirra fór í fyrsta bekkjarafmælið í Hraunvallaskóla og var það haldið í StjörnuStelpum i Hlíðasmára.  Það er æðislegt.
Þarna fá stelpurnar að velja þema og eru síðan klæddar uppí búninga, greiddar og málaðar í stíl við það.  Engir foreldrar eru á staðnum.  Í gær var þemað Rokkstelpur og fannst Ástrós Mirru mjög gaman.  Svo fórum við í afmæli hjá Victori frænda.

Lítið meira að segja í bili
Þangað til næst,

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.