07.01.2016
getur haft svo skelfilegar afleiðingar eins og sést hér í Noregi þessa dagana en 13 ára stelpa lést á gamlárskvöld vegna anorexiu sem má rekja til skelfilegs eineltis sem hún varð fyrir í barnaskóla.
Mamma hennar var ákærð fyrir vanrækslu og sett í fangelsi.
en….
hún var búin að berjast og berjast við skólayfirvöld, bæjaryfirvöld, heilbrigðisyfirvöld og barnavernd fyrir því að fá lausn og aðstoð vegna þessa eineltis. Hún var búin að flytja með stelpuna og láta hana skipta um skóla og allt varð betra þar til krakkinn úr gamla skólanum sem hafði stundað þetta einelti flutti líka og byrjaði í hinum skólanum og þá byrjaði eineltið um leið aftur og hélt stanslaust áfram og eins og ég sagði áðan þá myndaði stúlkan með sér anorexiu sem sjálfsagt var hennar leið að verða fallegri, falla betur inní, verða kannski vinsæl og alla vega losna við eineltið en allt kom fyrir ekki. Þær mæðgur komu víst alls staðar að lokuðum dyrum og þetta endaði með að þær fluttu í sumarbústað fjölskyldunnar og móðirin sótti um leyfi til heimakennslu þar sem líðan stúlkunnar var orðin svo slæm og þar dó elsku stúlkan á gamlárskvöld. Það tók sjúkrabíl og þyrlu nærri 2 klukkutíma að koma til þeirra eftir að móðirin hringdi á neyðarlínuna, nærri 2 tíma, þeir fundu ekki rétta sumarbústaðinn! Það endaði með því að móðirin varð að hætta að hnoða og blása dóttur sína til að fara út á pall og vinka sjúkrabílnum. What! GPS og Google og ég veit ekki hvað eiga að vita þetta allt saman en kannski er ekki til þessi númerin á bústöðum hér eins og heima á Íslandi sem er algjör snild þar sem hver bústaður er með sitt merki og skráðir hjá neyðarlínunni.
Alla vega þá virðist allt hafa verið að í þessu máli nema það að móðirin gerði allt sem hún gat til að hjálpa dóttur sinni en kom alls staðar að lokuðum dyrum og augum og eyrum en hún var sett í fangelsi því auðvitað var þetta hennar sök en ekki gerandans í eineltismálinu eða yfirvalda sem ekki vildu hlusta. Fokk ég verð svo reið þegar ég les svona fréttir og jú jú núna má sjá fréttir um það að einhver vill bæta þessa og hina löggjöfina eða að þetta og hitt megi bæta osfrv. En það breytir því ekki að þessi stúlka er látin og eftir situr móðir sem fékk þann stimpil að vanrækja dóttur sína. Afar og ömmur og fleira skyldfólk er búið að koma fram og segja að allt hafi verið reynt en ekkert gerst.
Þetta mál minnir mig á svo mörg önnur sem maður hefur heyrt um og þekkt til og alltaf kemst ég að þeirri niðurstöðu að aldrei eða sjaldan er athyglinni beint að gerendum í eineltismálum, hvað er að hjá þeim, fundað með þeim, þeim gert að flytja um skóla en ekki þolandanum. Það er alltaf eins og það sé eitthvað að þolandanum þegar á að díla við þessi mál. Krakkar og fullorðið fólk má bara vera eins og það vill en það þýðir ekki að ég megi fara illa með það bara af því að það er öðruvísi en mér finnst það ætti að vera. Kommon, þetta myndi aldrei ganga svona í heimi fullorðinna af hverju látum við þetta þá viðgangast í heimi barna.
Af hverju er ekki eitthvað skoðað hvað er að á heimilum þeirra barna sem leggja í einelti. Því svo læra börn sem fyrir þeim er haft þannig að það er eitthvað sem liggur dýpra en svo að það sé bara barnið (gerandinn) sem eitthvað er að. Ef foreldrar vita ekki að barnið þeirri leggur önnur börn í einelti þá talast þau líklegast ekki mikið við á heimilinu, ekki það að barn getur falið margt fyrir foreldrum sínum en oftast komast þessi mál upp á yfirborðið en þá er alltaf eins og ekkert gerist geranda megin en allt púður sett í að hjálpa þolandanum en hann þarf enga hjálp aðra en að gerandinn verði góður og til friðs. Ég vil svo sannarlega snúa þessum málum á hvolf og hætta að einblína á þolandann og fara að finna rótina og uppræta hana, og hananú.
Og þá er ég búin að blása um þetta en sit samt með sorg í hjarta.
Hér er linkur á fréttir um þetta mál.