kökubakkinn…

Ég var hjá mömmu það voru gestir og ég er að skera niður köku til að setja á bakka, ég hafði verið að kaupa mér nýjan kökubakka en mamma vildi ekki nota hann svo ég kíki uppí skáp hjá henni og finn auðvitað fullt af kökubökkum og þar á meðal einn sem ég held að ég eigi og segi það við mömmu og tek hann út úr skápnum en sé þá að þessi er enn með verðmiðanum á svo það er greinilega ekki minn,  því minn er notaður.  Svo fyrst ég á ekki þennan bakka og það er greinilegt að ég þarf að setja þessa köku á minn bakka en ekki mömmu bakka þá segi ég við mömmu að ég verði þá bara að nota nýja Beyoncé bakkann minn sem ég var að kaupa og bið mömmu að rétta mér hann en þá vill hún þvo hann fyrst eða gera eitthvað með hann og þar sem ég klára að skera kökuna og ætla svo að fá bakkann hjá mömmu þá er hann bara horfinn.  Hún fór að vesenast með eitthvað kál og hefur látið bakkann frá sér eitthvað, líklega uppí annan skáp eða álíka en alla vega fannst ekki bakkinn svo þá bara kominn tími til að vakna og koma sér á fætur.

“Beyoncé bakkinn sem ég var að kaupa mér”.  Ég vissi ekki einu sinni hvernig átti að skrifa þetta nafn og get ekki fyrir mitt litla líf nefnt eitt lag með henni þó ég viti vel hversu flott söngkona þetta er, en að ég hafi keypt mér kökubakka með mynd af henni á 🙂

Og annað ætli Beyoncé viti að hún sé að fara í kökubakkaframleiðslu?

Hún gerir kannski bæði hversdags og jóla kökubakka eins og þessa hérna.

 

Dreptu mig ekki á undarlegum draumum þetta haustið.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.