Kaka
- 4 egg
- 2 dl sykur
- 200 gr smjör
- 200 gr suðusúkkulaði
- 1 dl hveiti
Krem
- 70 gr smjör
- 150 gr suðusúkkulaði
- 1-2 msk sýróp
Kaka
- Bræðið súkkulaðið og smjörið saman í potti við vægan hita og setjið til hliðar.
- Egg og sykur þeytt vel saman þar til fallega ljósgult.
- Hveiti bætt saman við.
- Súkkulaðiblöndu bætt við deigið.
- Sett í form og bakað við 180 gráður í 30 mínútur.
Krem
- Blandið öllu saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Setjið á tertuna eftir að hún hefur kólnað.