Það þarf ekki mikið til að gleðja mitt litla hjarta og núna um jólin var það einasta sem ég óskaði mér að geta eytt aðfanga- og jóladegi saman með börnunum okkar þ.e. Ástrós Mirru og Helge tengdasyninum.
Og auðvitað rættist það hjá okkur og þvílík dásemdar- rólegheitajól sem við áttum hérna 8 saman, 4 manneskjur og 4 dýr og allir jafn ánægðir með félagsskapinn.
Ég veit ekki hvort það er covit eða bara búin að eyða svo mörgum jólum á öðrum tíma en íslenskum að við vorum bara farin að borða kl. 17.30 að norskum tíma og þá er það unga stúlkan sem hefur að orði að það vanti reyndar alveg að fá jólunum hringt inn af kirkjuklukkunum svo þarna klikkaði ég aðeins. En maturinn var æði, krakkarnir sáu um forréttinn og við hjónin um aðalrétt og eftirrétt og í þetta sinn byrjuðum við að blanda aðeins saman íslenskum og norskum jólum eða jólasiðum og vorum með rófustöppu með matnum og höfum felelår hér á borðinu allan daginn fyrir fólk að narta í. Ég meira að segja bjó til jólabröns með fenelår og eggjahræru sem var mjög gott.
Allar jólagjafirnar hittu svo vel í mark hjá öllum en ánægðastur var held ég tengdasonurinn þegar hann fékk vöfflujárn frá okkur í jólagjöf.
Ég fékk fyrstu jólapeysuna mína ever frá bílskúrsgenginu og gæti ekki verið ánægðari að ganga hérna um blikkandi sæt og fín.
Og óvænta jólagjöf frá Kollu vinkonu, sem hefði ekki geta glatt mig meira.
Krakkarnir okkar voru hjá okkur í 2 daga en svo var svona “gerum ekki neitt” dagur í gær og í dag fáum við svo vini í mat og jólatónleika með vinkonum okkar þeim Guðbjörgu og Jónínu Ara ásam Gróu píanósnillingi.
Þetta verður ljúft og gott og svo bara vinna í 3 daga og aftur komið frí.
Veðrið var dásamlegt á aðfangadag og jóladag en í nótt fór að blása og rigna og er aftur skítaveður og myrkur en mikið er gott að lengsti dagur ársins er liðinn og þetta getur bara orðið betra. Vonandi sláum við bara sólarmet á næsta ári, komin með nóg af rigningunni fyrir næstu 2 ár alla vega.
Þangað til næst, ykkar Stína á Nesan
og munið að við erum öll almannavarnir og þetta getur ekki orðið verra.