500 gr plómur
300 gr sykur
safi úr einni sítrónu
Skrældi plómurnar og skar mjög smátt. Setti í pott ásamt sykrinum og sítrónusafanum og leyfði þessu að malla í 20-30 mínútur eða þar til plómurnar höfðu nokkurn veginn horfið og eftir sat ljúffeng plómusultan.
Þessi uppskrift er í bókinni Sultur allt árið – og núna er algjörlega árstíminn til að skella í krukku;)
Segi nú ekki ef þið eruð eins heppin og ég var í vikunni, að finna sætar, safaríkar og lífrænar plómur.