Ég og tengdó skruppum í bíltúr í gær, þó það væri smá rigning, ákváðum að við ættum að haga okkur eins og íslendingar nú eða norðmenn og ekki láta veðrið hafa áhrif á allt sem við gerum. En ég er reyndar dáldið mikið þar, skoða veðurspá og geri ekkert ef rignir og enn minna ef það er rok, þetta jaðrar við fötlun hjá mér. En nú skal verða breyting á. Og já alla vega keyrðum við að Lista Fyr og löbbuðum um þar, sáum þessa ótrúlega sólarrönd við sjóndeildarhringinn og það albesta við fundum sjávarlykt og þaralykt og fjaran þarna minnir mig á Stokkseyri eða Flekkuvíkina mína.
Yndislegur dagur þó ekki væri sól.