Ég keypti mér poka af fræjum til að sá niður hérna heima og valdi blönduð fræ af blómum sem gætu vaxið villt í Noregi, vildi ekki fara að dreifa einhverju sem ekki má eða þannig.
Ég setti niður undir tréin okkar í fyrra eitthvað af fræjum en gerði það mjög letilega, því ég rótaði ekki mikið upp grasinu áður og fræin hafa ábyggilega endað sem fuglamatur en jú jú þeir borða nú næstum allt, sérstaklega Skjórinn okkar. Skjórinn okkar borðar alla matarafganga sem hvorki hundur né kettir vilja eins og td. rækjusalat sem ég setti út í gær og þeir eru á fullu að gæða sér á með ormunum úr grasinu. Algjörlega kreisí en ég er ánægð svo lengi sem ég ekki þarf að kasta matnum.
En aftur að blómunum, ég hafði nefnilega keypt 2 poka og ákvað í vor að setja hinn pokann í mold í gömlu hjólbörurnar mínar og þetta er búið að vera svo skemmtilegt, því þessi blóm, blómstra á sitthvorum tímanum eru mismunandi stór og alltaf eitthvað nýtt að gerast þarna eins og sést á þessum myndum.