Við skelltum okkur í góðan bíltúr á þriðjudaginn meðan Þráinn var í vinnu og ég sýndi gestunum Lindesnesið okkar og einn frægasta vita Noregs, Lindesnes Fyr en sveitarfélagið okkar heitir Lindesnes sem varð til eftir sameinginu þriggja sveitarfélaga fyrir ca. 3 árum, Mandal, Marnardal og Vigeland urðu Lindesnes og þetta er eitt alfallegasta sveitarfélag Noregs og vinsæll sumarleyfisstaður.