Já þetta er sko búinn að vera tíðindamikið sumar hjá okkur hérna á Nesan. Sumarfríið sem átti að vera rólegt og jafnvel einmannalegt alla vega hjá mér um tíma endaði í frábærum gestagangi og dásamlegheitum.
Það byrjaði með að Steina tengdó kom og var hjá okkur í 3 vikur og ég get ekki beðið eftir því að hún komi aftur um jólin, því við flæðum svo vel saman (ekki skemmir góða veðrið) og eigum svo auðvelt með að vera saman. Við fórum sko út um allt og gerðum alls konar, fórum í eins konar Árbæjarsafn í Kristiansand, fórum í bátsferð og hún 81 hoppaði um borð eins og ekkert væri. Svo fórum við að skoða Lista Fyr og ekki minnst vorum við að njóta góða veðursins hérna á Nesan. Ég er ekki frá því að dýrin mín, sérstaklega Erro og Nala hafi saknað hennar þegar hún fór heim, því hún var orðin þeim eins og önnur mamma. Kiwi er minna fyrir fólk svo það er bara þannig.
Anna Svala kom líka í byrjun júlí og átti með okkur nokkra góða daga, við skelltum okkur í bátsferð og nutum veðurblíðunnar og samverunnar eins og okkur er lagið.
Svo komu frænka Þráins og eiginmaður, Stefanía og Smári en þau búa í DK og við höfum aldrei hittst en þekktumst í gegnum FB, og ég þakka FB oft fyrir það að ég þekki fólk í dag sem ég hefði ekki þekkt ef tæknin væri ekki svona mikil. Þau ætluðu fyrst bara að vera í 2 nætur því Þráinn, Steina og Mirra voru að fara til Íslands en þar sem það er svo gott að vera á Nesan þá hættu þau við að keyra alla leið til Svíþjóðar og ákváðu að vera 2 daga til hjá mér. Æðislegt að fá þau og kynnast þeim og þetta er vinskapur sem á bara eftir að þróast í eitthvað meira. Mig langar að fara og kíkja á þau í DK einhvern tíma en það verður ekki fyrr en í haust eða næsta vor.
Já ég hélt ég yrði ein í heila viku meðan Þráinn og Mirra væru á Íslandi og hafði áhyggjur af því að mér myndi leiðast og búin að vera að hugsa hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur, finna uppá stöðum til að heimsækja og taka myndir og alls konar en það varð nú ekki svo því óvænt datt Oddnýju vinkonu í Stavanger í hug að skella sér hingað með strákana sína 2 sem langaði svo að koma og hitta dýrin á Nesan en þau voru hérna í viku í hitteðfyrra að hugsa um húsið og dýrin meðan við skruppum til Íslands og á þjóðhátíð. Svo þau komu og Oddný bara dekraði mig og við áttum ótrúlega kósí tíma í 2 daga saman og gaman hvað strákarnir voru glaðir að vera hérna og til í að spila við okkur kellingarnar og hafa gaman.
Jæja þá kom að því að ég varð ein í húsinu eftir mánuð með fullt af fólki en það stóð ekki lengi því svo kom Þráinn með Ásu Kollu frænku og Gunna sem höfðu aldrei komið áður og áttum við svo geggjaða viku saman á Nesan með allt að 30 stiga hita (var stundum of heitt og of mikil sól) og sól. Við fórum sko út um allt. Við skruppum til Stavanger og gistum á hóteli eina nótt og lentum í svaka tónlistarveislu og stuði þar. Svo fórum við í bátsferð, skoðuðum Mandal fram og til baka og tókum göngutúra hér um allt í Øyslebø, ég held svei mér þá að ég hafi aldrei labbað svona mikið með gesti hérna áður. Við kíktum líka á Lindesnes Fyr (viti) sem ég reyndar fór líka með Stefaníu og Smára að skoða en þegar ég fór með þau var rigning en geggjað veður þegar Kolla og Gunni fóru. Við fórum líka í bíltúr til Arendal og löbbuðum um þar og fengum okkur að borða. Arendal er alltaf fallegur en ekki eins fallegur og Mandal ef ég má segja mitt álit.
En kannski var besti tíminn á kvöldin hérna heima að borða góðan mat, drekka vín og bjór og spila, því við spiluðum nýja spilið okkar öll kvöld og oh my god hvað ég mæli með þessu spili, það heitir Hitster og er spurningarspil um músík og hérna í Noregi þá er blandað saman alþjóðlegri tónlist og norskri en Kolla og Gunni gáfu okkur íslensku útgáfuna sem heitir Smellur og er eingöngu með íslenskri tónlist. Þetta er sama spilið og við Oddný spiluðum við strákana og þetta spil byggist aðallega á því að hlusta á lag og giska á hvaða ár kom það út, það eru sjálfsagt fleiri útgáfur af spilareglum en við bjuggum til okkar eigin sem segir að það megi muna allt að 3 árum til að fá rétt og svo færðu tvöföld stig ef þú giskar á hárrétt ár. Þetta fær mann til að fara fram og til baka í músík og rifja upp tímann þegar þetta og hitt lagið kom út. Frábært spil fyrir okkur Þráin 2 ein heima og frábært með fleirum en ég mæli með að skipta þá í 2 lið frekan en að hafa marga einstaklinga því þá gengur spilið hraðar og myndast stemning að diskútera lagið og hvaða ár það kom út.
Á svo fimmtudaginn síðasta þá kvaddi ég Kollu og Gunna á lestarstöðinni en ég fór samt samferða þeim til Kristiansand því ég var að fara að hitta Susan frænku frá Ameríku og Bob manninn hennar og sýna þeim Kristiansand. En þau eru búin að vera á skemmtiferðaskipi í nokkrar viku og sigla um alla skandinavíu og enduðu hérna í einn dag. Það var æðislegt að hitta þau, við Susan erum ekki vissar hvort við höfum hittst áður og ef svo er þá vorum við kannski 4 og 7 ára í mesta lagi. En aftur þökk sé FB þá þekkjumst við og erum í frænkuspjallgrúbbu sem reynir að spjalla saman minnst 4 sinnum á ári. Frænkur út um alla heim sem sjaldan eða aldrei hittast. Jæja ég hitti þau og labbaði með þeim um allan bæ og skildi þau svo eftir í Kúnstsílóinu sem er nýjasta listasafnið í Krs. Geggjaður göngutúr, geggjað listasafn og mest gaman að hitta þau og fá að eyða með þeim deginum.
En ég hafði fundið fyrir einhverjum óþægindum á miðvikudagskvöldinu sem ég reyndar hélt að væri bara sólstingur en þegar ég er búin að labba smá um Krs þá finn ég að þetta er líklega flensa sem reyndar bara ágerðist svo að ég varð að fara í fyrra fallinu á lestarstöðina þar sem það var eins og það væri allt á suðupotti í hausnum á mér, beinverkir og ég bara ekki í formi. Þegar ég kem heim og ætla að láta manninn minn vorkenna mér að ég sé lasin segist hann einmitt ekki vera í góðu formi heldur en bæði ætlum við í vinnu daginn eftir. Ég fór því ég varð heldur betri eftir að liggja restina af deginum í rúminu og sofa vel um nóttina, en hann varð bara verri og verri og fór ekki í vinnu á föstudaginn og í gærmorgun endaði ég með hann á læknavaktinni því hann var orðinn svo slæmur. Maður sem er næstum aldrei veikur og Jesús hann kann ekki að vera veikur, komst að því að hann er með lungnabólgu og á að vera í rúminu og taka sýklalyf í eina viku. Ég er alveg orðin hress og hann er heldur betri í dag en í gær. Svo þessi dagur fer í ekki neitt nema að hjúkra honum og slappa af.
Frábær júlí mánuður sem reyndar endaði ekki svo vel eða var kannski kominn ágúst þegar við veiktumst, já líklega svo júlí var frábær og ágúst verður sko alveg fínn eftir nokkra daga og munum við bara vera heima, klára stofugluggann, sigla bátnum og njóta þess að slappa af eftir vinnu og lifa á góðum minningum frá júlí.
Já ég gleymi alveg að segja að Mirra og Þráinn voru á Íslandi í eina viku og þau áttu sko líka frábæran tíma þar, Maddý mamma varð 80 ára og svo hittu þau fullt af ættingjum, samhliða því að Þráinn var að skipta um mæni á bústaðnum svo það er kannski ekkert skrítið að hann hafi endað mánuðinn með skelli eftir allt sem hann er búinn að vera að gera fyrir utan fullan vinnudag í erfiðis vinnu. Byggja Slottið, skipta um stofuglugga og skipta um mæni í bústaðnum, þetta er kannski alveg ágætt. Haustið verður líklega rólegt hjá okkur eða hvað?
Þangað til næst, ykkar Kristin á Nesan.