Kulturhagefest hjá Nágrannanum

Featured Post Image - Kulturhagefest hjá Nágrannanum

Já stundum verða hlutirnir bara svo stórir að þú ræður ekki við þá einn eða þannig getum við sagt að þetta hafi orðið þegar Lars nágranni sem haldið hefur svokallað kulturhagefest hvert ár í núna 5 ár. Á hverju ári er boðið uppá heimabruggaðan bjór og það eru nokkrir vinir hans sem geta státað sig af silfri í verðlaunum fyrir bjórinn sinn svo þetta er alvöru bjór sem boðið er uppá þó mér þyki eiginlega venjulegur IPA heimabruggaður betri en þessi verðlaunabjór, en það er nú önnur saga. Einnig hafa listamönnum í kringum Lars verið boðið að vera með og gera það sem þeir vilja til að kynna sig og hef ég einu sinni verið með þegar ég ennþá hélt að verkefnið mitt “Marnardølen i fokus” gæti orðið að veruleika og annar náttúruljósmyndari hefur verið að selja myndir osfrv. Og svo hefur verið boðið uppá eitthvað tónlistaratriði. Einu sinni voru 2 strákar sem mintu mig á Súkkat, voru svona ljóðasöngskáld ef það er til. Í fyrra kom þokkalega þekktur gítar- og söngvari frá Mandal sem var þrusu góður og í ár hafði Lars talað við nafna sinn frá Sandefjord sem var upptekinn þessa helgi og gat því ekki verið með, svo Lars sem heldur úti tónlistarpodkasti (musikkelskerne) hafði verið að fjalla um hljómsveit sem heitir TwoMinutesHateBand og er svona pönkpopp hljómsveit og ákvað í rælni að spyrja hvort þau myndu vera til og hvað þau tækju þá fyrir og jú jú það sögðu já og launin innan marka hjá Lars en hann var varla búinn að bóka þau þegar hinn Lars hringdi og sagði að hann hefði verið að losna þessa helgi og gæti komið. Svo allt í einu eru komin 2 tónlistaratriði og og og …..

svo stendur Lars og skoðar “Slottið” okkar og segir “Þetta yrði náttúrulega geggjuð sena fyrir tónlistaratriðin á Kulturhagefesten. Og við bara “Já”.

Svo það var ákveðið að útvíkka garðinn hans sem kallaður er “gildasta tomta” sem þýðir einfaldlega flottasta lóðin, yfir í okkar garð sem er að sjálfsögðu enn flottari en hans og með fullkomið svið í garðinum.

Það var svo mikil spenna þegar við fórum að byrja að laga allt til og taka dótið okkar út úr slottinu og gera ráð fyrir hljómsveitinni, við erum sko að tala um trommusett, bassa og 2 gítarara og alla þá magnara sem punkpopp sveit vill hafa. Lars þurfi minni græjur enda bara einn með gítarinn sinn.

Það var hálf súrealískt að horfa á fallega slottið okkar verða að hljómsveitarsviði og ekki grunaði mig að allar þessar græjur myndu verða þarna.

Svo byrjaði partíið í garðinum hjá Lars, þar var boðið uppá allar tegundir af bjór að drekka, frisbígolf, krikket, kubb og alls konar leiki og að sjálfsögðu spall við fullt af alls konar fólki sem þú þekkir og þekkir ekki.

Svo kom að því að fyrra tónlistaratriðið yrði og það var Lars Moen frá Sandefjord. Þeir tónleikar byrjuðu kl. 17 og það var dásamlegt að sjá hana Björgu vinkonu mína sem býr hérna rétt hjá og er um 85 ára þegar hún kom gangandi með göngugrindina sína til að mæta á tónleika í nágrenninu sínu. Hún er reyndar alveg einstök manneskja og hefur svo gaman að því þegar það er líf í kringum hana. Það vissu að sjálfsögðu allri nágrannar að þetta fest væri og með tvennum tónleikum.

Síðan var farið aftur yfir í garðinn til Lars og smakkað á meiri bjór og búið að hita upp í grilli fyrir þá sem vildu laga sér mat, ég var með kjúklingasúpu á eldavélinni fyrir okkur og okkar gesti því þá getur fólk bara fengið sér að borða þegar það vill. Og fólk var að leika sér í Frisbígolfi og alls konar. Erro varð algjör stjarna þarna og gekk bara á milli fólks og lét það klappa sér og svo hélt hann að frísbíið væri fyrir hann eða alla vega að hann ætti að sækja diskana fyrir fólkið. Það sem hann naut sín og elskaði þetta. Og hann var svo rólegur yfir öllu þessu fólki og tónlistinni að hann gekk í rólegheitum yfir sviðið þegar Lars var að syngja að meira að hann Lars hálffipaðist og brosti bara, prinsinn var í essinu sínu.

Svo klukkan 20 byrjuðu hinir tónleikarnir en ég var í millitíðinni búin að bjóða þeim tónlistarmönnum uppá súpu en það var bara einn sem þáði það því hinir voru grænmetisætur.

Jæja þá er fjörið að byrja, við sitjum í VIP sætunum úti á túni og njótum.

Já fólk skemmti sér svo vel og var ánægt með þetta framtak hjá Lars (með okkar aðstoð) og nú er bara spurning hvað gerist á næsta ári, hver verður þá á “SLOTTET SCENE” í Hagefesten.

Frábær helgi og mikið gaman.

Þangað til næst, ykkar Kristin á Nesan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.