Heimsókn á eyjuna Aspholmen.

Já við erum byrjuð að skoða eyjarnar fyrir utan Mandal og stoppuðum á einni lítilli eyju sem heitir Aspholmen síðast þegar við fórum í siglingu. En við erum nýbúin að fá kort af öllum eyjunum þar fyrir utan þar sem eyjar í almannaeigu eru sérmerktar. En við erum kannski ekki orðin mjög flink að lesa út úr korti á sjó sérstaklega þegar ég þarf helst að snúa kortinu á hvolf til að átta mig á hvar ég er og svo nota google maps svo ég sjái hvar við erum, ha ha ha en þetta lærist. Ég er margbúin að segja að þetta sumarið erum við í æfingarakstri og förum ekki langt en ætlum að prófa um næstu helgi því þá spáir, já spáir þokkalegu veðri, en þessi helgi er bara rigning og rok og þá förum ekki í siglingu.

En þegar við komum í land á Aspholmen þá tóku þessir líka flottu hrútar á móti okkur og þar sem ég á slæmar æskuminningar tengdar hrútum þá leið mér ekkert rosalega vel nálægt þeim, en ég held að þeir hafi verið jafn forvitnir um okkur og við um þá.

Alla vega krúttleg lítil eyja sem væri kósí að vera á, eina dagstund ef ekki væri fyrir þessa hrúta.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.