Eftir rigninguna!

Já það er búið að vera rigning svona af og til síðustu daga en í gær hélt ég nú að það ætti að vera sól og var búin að plana að fara með hundinn í göngu og þá er að sjálfsögðu tekin myndavél með. En svo var nú smá rigning af til í allan gærdag svo ég ákvað bara að skora á sjálfa mig að taka bara svarthvítar myndir sem ég og gerði en sem betur fer tek ég myndir í RAW svo þær eru eins og óframkallaðar og ég get breytt svarthvítu í lit eins og ég get breytt lit í svarthvítt.

Þvílík litadýrð sem þetta varð þar sem allir litir verða svo skýrir þegar sólin skín nánast á sama tíma og það rignir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.