TEMU.

Varúð viðkvæmt umræðuefni!

Það er búið að vera svo mikil umræða um Temu bæði á Íslandi og enn meira hérna í Noregi og ég sem panta mér ódýrar vörur á Temu hef almennt bara verið ánægð með þær nema þegar ég sjálf hef gleymt að skoða stærðina á vörunni og panta eitthvað of lítið en það er í 99% tilvika mér sjálfri að kenna því ég er svo fljótfær. En umræðan snýst mest um að seljendur hérna í Noregi eru ósáttir við að þessar vörur séu tollfrjálsar og það get ég alveg skilið en það eru víst einhverjir samningar í gangi sem ekki er hægt að rifta bara svona en, to, tre. En að agnúast útí vörunar sem Temu selur er bara svo mikið bull, því við sem pöntum þar, vitum að við erum oft að panta eitthvað ódýrt djönk sem á ekki að endast lengi, en ég hef nefnilega líka pantað alls konar sem er mun vandaðra og betra en það sem ég kaupi í búðunum hér eins og HM og Coop og nú er ég að tala um nærbuxur. Ég á bara dáldið erfitt með að finna góðar nærbuxur fyrir kellingu á mínum aldri sem vill að nærbuxurnar nái utan um bæði rass og píku og helst uppí mitti. Það er svo þunnt efni í sumum þeirra sem ég hef keypt hér í Noregi að ég rek fingurinn í gegnum efnið og geri gat, bara við það að toga þær uppum mig. En ég keypti mér nokkrar nærur til prufu frá Temu og þær eru bestu nærur sem ég hef fengið síðan ég keypti þær næstbestu í Primark í London (sem líka á að vera djönkbúð) og já þessar frá Temu eru svo góðar að ég er búin að panta 2 pakka af þeim til viðbótar.

Og svo er það svefngríman með hátölurum sem ég elska að sofa með og sofna við hljóðbók, hún kostar 100 kr. á Temu á meðan sú sem ég keypti í norskri búð kostaði um 600 kr. og entist í 4 mánuði.

En svo er nefnilega önnur hlið sem enginn minnist á í þessu samhengi og nú veit ég ekki hvort það eigi við á Íslandi en hér í Noregi er allt vaðandi í netverslunum sem eru með .no á síðunum sínum, allur texti á norsku og fyrirtækið skráð á (oftast) einhverja unglinga eða alla vega ungt norskt fólk. Og hvað er þetta fólk að selja, jú vörur sem þau kaupa frá Kína en liggja ekki með á lager því þau eiga enga peninga til þess, heldur panta bara sjálf frá Kína og láta senda á mig þegar ég panta hjá þeim. Og hvernig er verðið, það er minnst 5fallt ef ekki 10fallt miðað við ef ég panta vöruna beint frá Temu eða Kína. Og ef ég til dæmis kaupi mér krullujárn frá svona búð á 3200 nok. þá reikna ég sko með að vera að fá eitt flottasta krullujárnið en svo kemur eitthvað ódýrt kínajárn og ég vil kvarta og skila vörunni og fá endurgreitt en þá hættir viðkomandi að svara email og ignorar mig bara algjörlega, þar til ég (þetta er raunveruleg saga sem kom fram á Tv2 hjelper deg og er ekki um mig per sei) kvarta til fréttamiðla og neytendasamtakanna. Þeir tóku þetta krullujárn og fundu út tegund og annað og fundu svo kínabúðina sem seldi það á 300 nok. svo þið sjáið að það er alls staðar verið að svindla á okkur en þetta er norsk netbúð og jú viðkomandi borgar vonandi vsk í noregi but you never know.

Nú er ég ekki að verja Temu eða aðra kínaframleiðendur sem fara illa með starfsfólk og eins það að ég veit að vörurnar eru ekki alltaf með evrópustaðal en það finnst mér hreinlega yfirvöld eiga að vera harðari á því að hitt megi ekki flytja inn eða þá eins og ég, ég myndi aldrei kaupa eitthvað frá Temu eins og rafmagnstæki því ég veit að þau eru ekki endilega vottuð. Maður notar kommen sens líka þegar pantað er á netinu. Og eins og ég sagði þá veit ég hvaðan ég er að panta vöru ef ég panta á TEMU en ef ég panta frá lítilli no name norskri netbúð þá er ekkert sagt þar að varan verði pöntuð frá Kína.

Ég er til dæmis búin að vera að fá svona auglýsingar frá í desember.

Vá þetta er geggjað, mig langar í svona. Ég fer inná síðuna þeirra.

Vá á tilboði á 439 í staðinn fyrir 799 nok. geggjað tilboð, mig langar í svona og þetta er selt þarna sem nordic design og á síðunni eru logo eins og Bo Bedre og Hemma og er þar verið að gefa í skyn að þeir séu búnir að fjalla um þessa frábæru nordic design vöru. Ég fór að lesa dóma eða gagnrýni kaupanda sem hafa keypt þessa vöru og þá kvarta allir yfir því að það hafi tekið óratíma að fá vöruna, af hverju? Af því að sá sem rekur þessa búð, er ekki með lager og pantar frá Kína hverja pöntun sem þau fá. Ég spyr hvernig er hægt að leggja svona mikið á vöru og komast upp með það? Og ekki segja frá uppruna vörunnar! En jú jú Kristín fór inná Temu og fann nákvæmlega sömu vöruna á rétt rúmlega 100 nok. og að sjálfsögðu keypti ég hana þaðan og borgaði hvorki sendingargjald né toll. Og það tekur mig bara 2 vikur að fá vörur frá Temu, en þeir sem pöntuðu í gegnum þessa netbúð sem ég er að benda á, sem er bara tilviljun að ég valdi núna, því hún er með virka auglýsingu á FB, sögðust hafa beðið í margar vikur. En ég hef séð margar ólíkar netbúðir í Noregi vera að auglýsa sömu vöruna og ég reikna með að það sé svipuð saga hjá þeim öllum.

Annað sem mér dettur í hug í þessu samhengi það var þegar ég sá sænska netverslun vera að auglýsa íslenskar lopapeysur og ég varð forvitin og fór að skoða og sá þá að það voru engar “íslenskar” lopapeysur til sölu inná síðunni en einhverjar fjöldaframleiddar gerviefnapeysur alls konar. Ég skoðaði betur og sá þá að eini staðurinn sem sást eitthvað í íslenskar lopapeysur var á FB auglýsingunni og myndin sem var þar er örugglega stolin frá íslenskri verslun sem selur handunnar lopapeysur. Í þetta skiptið gat ég ekki þagað og kommentaði undir að þetta væru ekki “handunnar íslenskar lopapeysur” og bað fólk að vara sig á þessu. Ég las líka kommentin undir auglýsingunni og þar var mikið að fólki að spyrja hvort þetta væru örugglega íslenskar lopapeysur og svo kem ég með mitt komment og þá tek ég eftir að það koma fleiri komment sem vita betur en svo og fljótlega hætti ég að sjá þessa auglýsingu. Strange! Eða ekki.

En alla vega ég veit að það er margt ekki gott við Temu og vörurnar þaðan en ég vil meina að alvöru norskar búðir eru ekki að tapa á því sem ég panta mér þaðan því ég panta svo margt sem ég myndi þá hreinlega ekki kaupa mér ef ég hefði ekki val um svona ódýrt. En það væri kannski hægt að blogga um það seinna að ég sé að kaupa alls konar drasl sem mig vantar sjálfsagt ekki neitt.

Þangað til næst, ykkar Kristín á Nesan.
Ps. Athugið ég er ekki að fara að rífast við neinn um þetta málefni, ég er bara að tjá mig um mitt álit.

2 thoughts on “TEMU.

  1. Hjartanlega sammála! Verslaði eitt sinn sandala á danskri vefsíðu sem kallaðist Nora.dk sögðu skóna vera Clarks skó, heldur betur svika síða og ég lét Clarks vita og þessi síða hvarf. Elska að dúllast á Temu.😂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.