Ég geri það ansi oft ef ég ætla með Erro í göngutúr að sækja hann eftir vinnu hjá mér og keyra uppí vinnu til Þráins og skilja bílinn þar eftir og labba heim. Þetta er ca. 50 mín göngutúr ef maður bara labbar en auka 10 mín minnst fyrir mig sem alltaf þarf að stoppa og taka myndir.
Meira segja þegar ég tek ekki með myndavélina og er bara með símann þá þarf ég að stoppa og síminn nær nú oft ágætum myndum sem allt í lagi er að sýna en einhvern veginn er það alltaf Stína á Nesan sem tekur þær myndir en ekki Mirra Photography, hún er alltaf með alvöru myndavél með sér, ha ha ha.
Þið eruð ábyggilega marg búin að sjá þetta landslag hjá mér í öllum veðrum nema vondu veðri því þá fer ég ekki í göngutúr, ég er ekki gerð fyrir vond veður.
En loksins er hitinn kominn uppfyrir frostmark og það munar ansi miklu á 17 – 20 mínusgráðum eða 2-4 hitagráðum svo úlpan flaksaði frá og vettlingarnir fóru í vasann og ég fann alveg vor í lofti. Þrátt fyrir klakabönd allt í kringum mig. En lofthitinn er kominn en jörðin er frosin og það þýðir mistur og þoka.
Þetta voru of margar fínar myndir til að henda bara inn á FB svo ég ákvað bara að setja þær hérna í bloggið mitt. Það má nefnilega alveg vera með myndir þar líka.
Þangað til næst, ykkar Stína á Nesan.