Ekkert krúttlegt í þessu bloggi…

21.09.2016

Enda er það ekki um kisur og kettlinga heldur þvotta, já gott fólk ég sagði þvotta.  Þeir sem þekkja mig vita að þetta er síst uppáhaldsheimilisstarfið mitt

Og þeir sem þekkja mig mjög vel vita til dæmis að ég nota ekki straujárn eða strauborð.  Eða helst ekki, kannski einu sinni á ári ef það nær því.

Reyndar finnst mér ekkert brjálæðislega leiðinlegt að setja í þvottavélina eða taka út úr henni.  Minna finnst mér skemmtilegt að hengja upp en þó er það bara allt í lagi eeeeeen það þýðir ekki að stinga í vél og hengja upp ef maður ætlar svo helst ekki að taka þvottinn niður og hvað þá brjóta hann saman.

Stundum skil ég ekki hvaða geðþóttaákvarðanir ráða tækninni, því er enginn búinn að hugsa upp vélar til að sinna þessum parti?  Er það kannski vegna þess að ég er eina konan í veröldinni sem þykir þetta svona leiðinlegt?  Eins hugsa ég oft með ryksugur, það er hægt að skipta um hjarta í manneskju en ekki framleiða hljóðláta ryksugu, WHAT!

En aftur að þvottinum, já það setur sem sagt enginn í vél sem ekki nennir að brjóta saman eftir smá stund eða einn eða tvo daga.  Eða kannski alla vega innan vikunnar.  En jú jú auðvitað er viljinn oft meiri en framkvæmdin og ég sting í vél og hengi upp en ….. er alltaf að bíða eftir að restin geri sig sjálf og enda svo í svona þvottahrúgum.

En þar sem ég er að vinna heima í dag verður mér nú ekki skotaskuld úr því að brjóta þetta saman og setja í aðra vél.

Ég meina það tekur tíma að brjóta þetta allt saman en kommon, ég set bara músík á og dríf þetta af.

Og jeiiii það tóks en skrítið hvað ég og Mirran eigum lítið af þessum þvotti, nema sko jú Mirra hefur auðvitað notað öll þessi handklæði eins og unglingum ber að gera, þið vitið að það eru lög sem banna unglingum að nota sama handklæðið aftur og önnur lög sem banna þeim að hengja þau upp eftir notkun, því þá er möguleiki að þau yrðu notuð aftur svo þess vegna ber þeim að henda þeim á gólfið inní herberginu sínu svo það séu nánast engar líkur á því að sama handklæðið verði tvínotað.

En vinnufatahrúga bóndans sýnir bara að hann er alltaf í vinnunni þessi elska svo ég get víst ekki kvartað mjög hátt yfir einhverjum þvotti, ég nýt jú þeirra forréttinda að vera hlutastarfi og svo með eigin rekstur sem nær samt ekki 100% samtals nema endrum og sinnum þegar stór verkefni detta inná borð.  Enda er ég ekkert að kvarta heldur bara segja frá.

En ég sem sagt braut saman allan þvottinn og ætlaði að gera mig tilbúna að hengja uppúr vélinni það sem þar snýst og þvæst en hvað haldiði…..

Ég fann alltaf þvottinn hjá unglingnum á gólfinu hjá henni eða á sófanum og nú er eins og ég hafi ekki gert neitt í morgun, því snúran er full og þvottakarfan líka.

Ég bið Guð að hjálpa þeim sem kannski eiga 2 unglinga sem fara eftir þessum þvottalögum sem sett eru fyrir þá.

Og í framhaldi af því þá hef ég oft hugsað um þá sem ráða sér konu til að þrífa, ég hefði engan áhuga á því enda finnst mér ekkert leiðinlegt að skúra, reyndar leiðinlegt að ryksuga en það er bara af því að það eru svo mikil læti í ryksugunni.  En ef hægt væri að fá konu heim einu sinni til tvisvar í viku til að sjá um þvottana þá yrði ég alsæl.  Úps reyndar hef ég haf svoleiðis konu og hún er væntanleg aftur fyrir jól svo ég get farið að hlakka til.

Skil nú ekkert í því að ég hafi ekki tekið mynd af henni að brjóta saman þvotta frekar en svona:

en það er nú kannski bara af því að hún er svona:

ha ha ha, alla vega ég elska það að hafa hana í heimsókn og eina sem ég þarf að gera við þvottinn minn er að segja hann í réttar skúffur og hengja upp.

Þangað til næst, ykkar Kristin á Nesan

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.