Ég byrjaði nú tilraunaeldhúsið í AirFryer á morgun/hádegismat og fékk mér 2 brauðsneiðar með osti og eitt spælt egg. Setti þetta á 200° í 7 mín. Eggið setti ég bara í muffins form og það svínvirkaði. Ég hefði kannski bara átt að hafa þetta í 6 mín til að rauðan væri ekki alveg soðin.
Svo var það kvöldmaturinn, upphaflega planið var hakk og spagetti en ég gat ekki séð fyrir mér hvernig ég myndi elda hakk í AirFryernum svo þessu var breytt í hakkabuff með spagetti, en það er náttúrulega alveg það sama.
Ég hafði keypt svínahakk og ferskt spagetti og reyndar keypti ég spagettisósu en átti opnaðar texmex og pizzasósu í ísskápnum svo frekar en að opna einhverja nýja þá ákvað ég að blanda bara því sem var opið og smá rjóma með í sósuna.
Ég sem sagt sauð í potti á eldavélinni spagettíið eins og leiðbeiningarnar gera ráð fyrir og bjó til sósuna úr þessum afgöngum, bætti svo við restinni af maisbaununum sem voru frá deginum áður og svo átti ég smávegis eftir af súpugrænmetinu í frysti og setti með, þannig að sósan var smá chunky.
Þetta var svo sjúkt gott og hakkið tíusinnum betra en hefði það verið þurrsteikt á pönnu svo ég mæli með.
En við kórónuðum nú alveg daginn á því að taka afgangsvöfflur frá sunnudeginum og skella í AirFryerinn í 3 mín stk. til að fá þær eins og nýbakaðar og crispy og settum svo krókant ís ofaná.
Góður þriðjudagur þetta.
Þangað til næst, ykkar Kristín Jóna