Við mæðgur áttum þessa líka fínu ferð með Herjólfi í gær, hann haggaðist ekki og maginn í mér ekki heldur. Dreif okkur samt beint í koju og las tvær bækur fyrir Mirruna og strauk henni allri í bak og fyrir til að reyna að svæfa og það tókst eftir svona klukkutíma og hún svaf þar til skipperinn sagði í kallkerfið: Gott kvöld góðir farþegar, Herjólfur er nú um 10 mínútna siglingu frá bryggju í Vestmannaeyjum osfrv…. og litla mín stökk upp “Erum við komin?” Hún er búin að vera alveg ótrúlega spennt að koma til Eyja núna og var eins og skopparakringla í gær á meðan hún var að bíða.
Við sofnuðum ekki fyrr en um eittleitið í nótt eftir þennan tveggjatíma lúr í skipinu en vorum vaknaðar kl. 7.30 í morgun og nú erum við tvær að rolast hér, og ég laumaðist í Silju herbergi og stal tölvunni hennar svo ég gæri alla vega kíkt á netið þar til heimilisfólkið vaknar.
Það rignir í Eyjum núna oh, boring og ég sem tók bara alls konar létt föt með mér og var búin að ákveða að spássera hér um í sólinni og sýna mig og sjá aðra en svo enda ég kannski bara hlaupandi á milli húss og bíls en þá reddar því að við systur verðum aldrei kjaftstopp og getum talað endalaust um allt.
Gaman hjá Konný þessa dagana hún er með hálfgert hótel hér þessa vikurnar því Siggi og Alexander eru búnir að vera hér alla síðustu viku (Alexander reyndar svaf með sýnu fólboltaliði Stjörnunni sem rústaði Shell mótinu) og svo komu Klara og Kristófer á föstudaginn og fóru í gær og þá komu við Ástrós Mirra og við förum svo á fimmtudaginn og þá kemur Kolla frænka svo… eins gott að Konný sé í socialskapi þessar vikurnar að hafa svona mikið að gera í gestaganginu. En ég held nú að hún sé alveg þokkalega ánægð með þetta.
Ég sakna vinnunnar frekar lítið, skrítið og ég sem verð svo húkkt á henni stundum en það er líklega besta mál, ég mun þó kíkja niður í Ráðhús á liðið þar. Nú svo verð ég að skoða húsið mitt, því það er búið að skipta um þak og mála og svo á að fara að skipta um alla glugga í haust svo ég veit í hvað peningarnir mínir/okkar fara þessa mánuðina, en það verður miklu skemmtilegra að eiga íbúð í svona fínu húsi. Svo er náttúrlega líka búið að mála “Grænu blokkina” hún er orðin hvít og grábrún og bara flott þó sumum finnist hún föl þá er ég alveg ánægð með hana.
Jæja þetta er að verða of langt til að einhver nenni að lesa en það gerir það enginn nema Hafrún, við erum svona sérstakar Bloggvinkonur ég les hennar og hún mitt, við ættum kannski að hittast yfir kaffibolla svona utan við einhvern tíma í staðinn, humm! Við hugsum það.