Ég á náttúrulega mann sem er ofvirkur ef því er að skipta og mikill hugur í honum þegar þannig á við, hann ætlar sér að klára að setja innréttinguna upp um helgina segir hann, mér finnst vera svo mikið eftir en honum finnst það ekki svo….
ekki ætla ég að stoppa hann af með það. Það eina sem ég virðist geta gert þessa dagana er að ryksuga og skúra og þurrka af, ég var að segja við Þráin að ég skildi ekki hvað ég væri orðin getulaus í svona framkvæmdum ég hefði áður fyrr alltaf tekið fullan þátt í þessu en núna væri ég alltaf til hliðar og svo tilbúin að ryksuga og skúra.
En ég er samt búin að fatta af hverju, jú við eigum nefnilega barn núna og það þarf að sinna því og þá er erfitt að hella sér í múrverk oþh. og þurfa svo að hlaupa inn í stofu til að rista brauð (já það var í stofunni en er komið í eldhúsið aftur) en allavega held ég að það sé ástæðan og svo líka það að þetta eru svo miklar framkvæmdir og veit ég ekki alltaf hvað Þráinn er að hugsa í þessum málum svo þá er betra að bakka bara. En ég sparlaði í gær og pússaði og sparlaði aftur og pússaði aftur og eldaði mat, það er nú heilmikið sérstaklega eftir bæjarferð með Konný systur allan daginn, við tókum Rúmfatalagerinn, Innex, Smáralindina og kíktum meira að segja í Tívoli og til afa og ömmu (verst að afi var svo slæmur, hafði dottið og þurfti að hringja í 112 til að koma honum uppí stól aftur) en sem sagt Konný systir sefur núna undir himnasænginni hennar Ástrósar sem ég stóðst ekki mátið og keypti í Rúmfatalagernum í gær og er herbergið alveg æðislegt með svona himnasæng og síðan fallegu bleiku tjullgardínurnar með blómunum, þetta fer kannski að verða yfirdrifið en Ástrós Mirru finnst þetta æðislegt og þá tölum við ekki meira um það.
Jæja nú styttist í að fríið mitt klárist er að fara að vinna á mánudaginn og Kolla frænka ætlar að vera hér heima með Ástrós Mirru og þær ætla að gera eitthvað skemmtilegt saman í eina viku og svo byrjar leikskólinn aftur.