London is calling! Og ég er að fara þangað á föstudaginn með vinnufélögum mínum og gott ef það er ekki að koma smá tilhlökkun þó Þráinn fari ekki með. En það er búið að vera vandamál hjá mér, þe. að vera að fara erlendis án hans. Aldrei gert það og við búin að búa saman í 24 ár.
Ein sem vinnur með mér er mjög spennt að sjá hvernig mér líkar þetta því hún og maðurinn hennar ferðast mjög mikið í sitthvoru lagi svo henni finnst þetta lítið mál.
En ég er nú búin að plana ýmsa hluti að gera þarna úti og einn aðalhluturinn er að skemmta mér vel (án áfengis) tek enga áhættu á því að vera þunn í London og enginn Þráinn til að redda mér. En við stelpurnar ætlum eitthvað að kíkja í búðir á föstudaginn þegar við erum búin að koma dótinu okkar fyrir uppá herbergi og svo förum við 15 saman út að borða á Japanskan stað sem heitir Benihana og er víst æðislegur. Ég reikna nú ekki með miklu meira þann daginn, en svo á laugardaginn ætlum við að kíkja á Notting Hill markaðinn og láta svo daginn ráðast fram að árshátið sem verður haldin á hótelinu og ég reikna með rokna stuði þar enda MiniMariBand að skemmta þar.
Svo kaupi ég eitthvað sætt handa þeim sem ég elska mest og reyni að koma þeim eitthvað á óvart.
Untill next time
London Calling girl