Vá þvílik vonbrigði þessi Idol sería hefur verið. Og það heldur áfram viku eftir viku. Skilur fólk ekki að það á að kjósa þann sem er bestur en ekki þann sem er súkkulaðisætur (sem hann er samt ekki) eða af því að hann á 3 börn og er stuðningsforeldri eins og ég heyri að gömlu kellingarnar eru að gera og segja “hann er svo góður drengur” en það er bara til alveg fullt af góðum drengjum og þeir eiga því miður bara ekki heima í Idolkeppninni. Og annað sem mér finnst nefnilega vera galli á þessu er að AF því að hann á 3 börn þá mun hann ekki geta einbeitt sér að einhverjum stjörnuframa (en ef hann gerir það þá myndi ég ekki flokka hann sem ábyrgt foreldri því það eru ekki öruggar tekjur fyrir fjölskyldu í þeim bransa). Ég er sem sagt að tala um Snorra enn og aftur því ég skil ekki hvernig stendur á því að hann kemst alltaf áfram með þennan fýlusvip og leiða sem hann gefur af sér. Eða gefur ekki af sér því fyrir mér gæti alveg eins verið vaxmynd á sviðinu og spilað af bandi eins og að hafa hann. En jæja það er mín skoðun.
Ok, snúum okkur þá að keppninni í gær Snorri byrjaði með þvílíkt drepleiðinlegt lag og söngurinn algjörlega flatur og gerði hreinlega ekki neitt fyrir mig. Kom mér reyndar ekki á óvart.
Svo kom Bríet Sunna æðisleg þessi stelpa, það lýsir allt í kringum hana þegar hún birtist á sviðinu og hláturinn smitar alla alltaf og svo syngur hún eins og engill.
Að lokum kom Ína, vá flott og kraftmikil og gaman að sjá að hún er farin að fá að vera eins og 17 ára stelpa þrátt fyrir nokkur aukakíló í staðinn fyrir ömmufötin.
Seinni parturinn var verri hjá öllum og ég ætla svo sem ekkert að vera að tíunda það sérstaklega en skv. kvöldinu áttu Ína og Briet Sunna að halda áfram og Snorri að detta út en nei, þetta er aldrei eins og ég vil. Ég reyni viku eftir viku að hlusta á hann hlutlaust og gefa honum séns því ég veit að ég á það til að vera dómhörð en NEI hann er EKKI með fallega rödd ég fengi taugaáfall ef ég ætti að hlusta á heila plötu með honum svo ef það eru fleiri eins og ég og allir sem ég þekki (því ég þekki engan sem fýlar hann nema eina 11 ára stelpu) þá selur hann ekki margar plötur.
En jæja ég ætla að hemja mig og segja bara vona að Bríet Sunna haldi áfram að gefa þjóninni eitthvað af þessu brosi sínu og sínum fallega söng (ég kaupi plötu með henni) og eins að NANA mín geri það líka og svo að sjálfsögðu ÍNA sem verður Idolstjarna Íslands 2006. Ég kaupi allar þessar 3 plötur.
Að lokum ætla ég að vitna í orð Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra:
Í lýðfrjálsu þjóðfélagi hafa menn rétt til að velja hinn verri kost, ef þeir sjálfir vilja.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna