Spáir sól

18.7.2006 21:52:00 Hann spáir sól á morgun hér heima sem er náttúrulega týpiskt því við erum að fara til Tenerife.

Þetta verður ábyggilega æðisleg ferð hjá okkur, ég er búin að skipuleggja í töskurnar fram og til baka, taka uppúr þeim aftur til að minnka og setja ofaní þær aftur.  Þráinn situr bara og hristir hausinn því hann veit að það þýðir ekkert að tjónka við mig á svona stundu.

En um leið og ég er komin og búin að taka uppúr töskunum þá verður þetta allt í lagi, þar til daginn áður en við förum heim.  Þetta eru sem sagt 3 dagar í allt sem fara í það að skipuleggja og hafa áhyggjur af því hvort allt sé með osfrv.  Er meira að segja komin með nesti til að hafa í flugvélinni  en það var Klöru hugmynd, því þetta er spænskt flugfélag og ekki boðið uppá mat en seldar einhverjar útlenskar samlokur sem börn borða ekki.  Þannig að við erum við öllu búin og hlökkum bara til að fara.

Tek þó orð mannsins míns mér í munn núna og segi að það leiðinlega við ferðalögin eru ferðalögin.  Svo verður allt gott þegar maður er kominn á staðinn.

Mun láta í mér heyra af og til, skilst að það sé tölva í lobbíinu sem hægt er að kaupa aðgang að.

Ykkar ofurskipuleggjandi Tenerifefari.
Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.