Allt í gangi í einu

Það er einhvern veginn þannig að allt gerist í einu.

Sbr. þegar ég klessti bílinn okkar og það kostaði hellings pening að gera við það og svo fljótlega eftir þetta ákvað Þráinn að fara með vinnubílinn í skoðun og þá þurfi að kíkja á nokkur smotterísatriði sem enduðu sem 100.00o krónu viðgerð þannig að á þessu ári erum við búin að eyða um 250 – 300þús í bifreiðaviðgerðir.  Jæja vonandi að það sé búið því nú er komið að djamminu.

Já við ætluðum að kalla til systkynapartý og fundum dags. 7. okt. sem reyndar er bara fín eftir allt, flestir sem komast þá en þá kemur upp að árshátíðin hjá Maritech verður með TM Software sem er um næstu helgi, sem er líka allt í lagi nema að sama kvöld er ball með “Á móti sól” og Dilönu sem við ætlum bara líka að skella okkur á.  Svo erum við að fara á tónleika með Bjögga og Simfóníuhjómsveitinni í dag.

Síðan förum við helgina 20. – 21. okt. á helgarnámskeið í Hvalfirði (það er reyndar ekki djamm en þarf að koma prinsessunni fyrir í pössun) og svo var Þráinn að segja mér að árshátíðin hjá Gluggum og Garðhúsum verður 4. nóvember svo förum við aftur í Hvalfjörðinn 11. nóvember og svo á Ástrós Mirra afmæli þann 14. nóvember og verður þá líklega haldið uppá það 18. nóv. og þá eru nú bara alveg að koma jól, þannig að haustið er rúmlega vel bókað hjá okkur hjónunum.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.