Kyn…

24.3.2007

Ég er að velta því fyrir mér hvort maður þurfi strax að hafa áhyggjur af því hvort barnið manns verði gagnkynhneigt eða ekki.

Ég var að sækja Ástrós Mirru í skólann um daginn og hún var í rosa stuði og hljóp að einni skólasystur sinni og knúsaði hana og sagði: “Ég elska þessa stelpu”, sneri sér svo að mér og sagði: “Ég er lessa!”
Ég horfði á hana og sagði: “Ertu hvað”?
Hún svarði: “Ég er lessa”.
Ég lít á hana og segi: “Ástrós mín, þú veist ekki einu sinni hvað það þýðir”.
Þá lítur hún snöggt á mig og segir: “Jú, það þýðir að ég elska aðra stelpu.  Það er ef stelpa elskar stelpu”.

Greinilega mjög einfalt mál fyrir hana en ekki kannski eins fyrir okkur foreldrana.  Ekki það að við séum farin að hafa áhyggjur af einhverju svona heldur meira verið að minna okkur á að dóttir okkar er stækka og þroskast og hver veit hvað verður.  Getum við eitthvað gert?  Eða erum við algjörlega varnarlaus gagnvart því hvernig manneskja hún verður.  Hvað er það sem stýrir þessu öllu  Ég svo sem trúi því ekki að foreldrar lesbía og homma hafi gert eitthvað vitlaust enda held ég að við stjórnum þessu engan veginn.  En getum við haft áhrif á hvernig manneskja hún verður.  Ef ég er ströng við Ástrós Mirru verður hún þá betri eða verri?

Það eru svona spurningar sem leita á mann þegar svona atvik kemur upp.  En ég reyndar verð líka að viðurkenna að það hlýtur að vera yndislegt að vera svona fordómalaus og opinn og áhyggjulaus gagnvart lífinu eins og 6 ára.

Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.