27.03.2007
Við vorum að fá póst frá
Íslenskri Ættleiðingu sem hljóðar svona:
“Sæl öll og gleðilegt sumar.
Við vorum að fá póst frá ættleiðingarmiðstöðinni CCAA í Kína, upplýsingar um LID fyrir hópinn ykkar sem er hópur 25. Dagsetningin er 27.03.07
Sem stendur er biðtíminn um 18-19 mánuðir eftir að umsókn er skráð inn/ LID (Log In Date) þangað til upplýsingar um barn koma, og síðan um 2 mánuðir þangað til barnið kemur heim.
Í heimsókn sendinefndar CCAA til Íslands og fjölmörgum tölvupóstum á síðustu mánuðum höfum við spurt um áætlaðan biðtíma í framtíðinni en svör fást ekki. Best er að taka fram að norrænir kollegar okkar fá ekki heldur nein svör varðandi þetta og ekki er víst að kínversk stjórnvöld hafi ákveðið um þróun mála í framtíðinni.
Ástæður lengingar biðtímans er að færri börn eru nú laus til ættleiðingar, að ættleiðingum innan Kína fjölgar og að umsóknir frá útlendingum eru nú fleiri en áður og fjölgar stöðugt. Því er hætt við að biðtíminn styttist ekki á næstunni heldur gæti hann lengst áfram, a.m.k. á næstu mánuðum.
Kær kveðja
Guðrún”
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna