20.7.2007
Æ, hvað ég vildi að fólk tæki hana Pollýönnu sér meira til fyrirmyndar en það gerir. Mér finnst ég alls staðar rekast á neikvæðni og öfund. Er ekki frábært þegar einhverjum gengur vel í lífinu? Af hverju ætti ég ekki að gleðjast þegar skyldmennum gengur vel. Er þeirra velgengni verri ef þau fara fram úr mér? Nei, það á ekki að vera svoleiðis, heldur bara frábært þegar vel gengur eða það finnst mér.
Ég held að við þurfum öll að líta meira í eigin barm og taka okkur svolítið í gegn í þessum málum. Og þegar ég segi við þá á ég við Íslendingar (alla vega þeir sem ég þekki og reyndar margir margir fleiri).
Ég er svo glöð yfir því hvað ég fékk gott veður í sumarfríinu mínu.
Ég er svo glöð yfir því að vera að fara að vinna aftur.
Ég er svo glöð yfir því að vera gift honum Þráni mínum.
Ég er svo glöð yfir því að eiga hana Ástrós Mirru
Ég er svo glöð yfir því hvað ÁM getur verið hugmyndarík þó tiltekt lendi á mér
Ég er svo glöð yfir því hvað amma er dugleg, hress og elskurík kona
Ég er svo glöð yfir því hvað ég er glöð yfir mörgum hlutum.
Læt þessa gleði duga í dag en vá hvað maður er heppinn að eiga það sem maður á, vera heilsuhraustur, hafa eitthvað ótrúlega spennandi að hlakka til eins og lítið kínakríli.
Elskum hvert annað eins og við getum og látum öfund og neikvæðni ekki ná tökum á okkur.
Þangað til næst,
Kristín