Ég rakst á þessa uppskrift af einföldum vanillu ís á netinu.
4 egg
70 gr sykur
4 dl rjómi
2 tsk vanilludropar
Aðferð:
Byrjið á að stífþeyta eggin og sykurinn.
Það verður aldrei jafn stíft og þegar maður þeytir bara eggjahvíturnar en þetta verður að ljósgulri froðu og lyftist töluvert í skálinni.
Svo þeytir maður rjómann og vanilludropa í annarri skál.
Að því loknu, blandið þá blöndunum saman með sleikju. Þetta þarf að gera mjög varlega í hægum hreyfingum.
Sjúklega einfalt, tók 10 mín að útbúa og svo bara að frysta hann og fá sér ís í kvöld.
Þangað til næst,
ykkar Kristín Jóna