Ég er æðisleg! Ég er algjört æði, það fer sko ekki á milli mála.
Það er heilsuátak í vinnunni hjá mér og það var boðið uppá alls konar mælingar fyrir okkur og í gær voru kynntar niðurstöður þess, þe. meðaltalstölur og vitiði hvað, ég ROKKA feitt í þessum efnum.
Ég er undir í meðaltalsþyngd
Ég er undir í BMI
Ég er með svipað fituhlutfall og meðalkonan í Maritech
Ég er með sama blóðþrýsting
Ég er undir í kólesteróli
Ég er langt undir í sykri
Ég er undir í mittisummáli
Ég er svipuð í blóði
… og þá að því allra skemmtilegasta
Ég er langt langt yfir í þoli, það er greinilega að borga sig að búa hátt uppi og þurfa að labba stigana með bónuspokana.
Og svo annað… ég sagði ekki rétt til aldurs því ég hreinlega vissi ekki hvað ég væri gömul. Hélt ég væri 43 en svo sagðist Þráinn vera að verða 43 svo þá get ég ekki líka verið það. Humm, ég er víst að verða 45 en sagði í mælingunni að ég væri 43 svo ég hefði líklega komið enn betur út hefði ég sagt rétt til aldurs.
… svo ef ég geri ekkert í þessu heilsuátaki og kem í nýja mælingu eftir 3 mán. segi þá rétt til aldurs þá er ég samt búin að sýna hellings árangur. Jibbý.
Þangað til næst,
Kristín Jóna