Eurovision

Ég held ég hafi aldrei verið svona áhugalaus um neina söngkeppni og þessa maraþonsöngkeppni sem Laugardagslögin eru búin að vera, þetta er búið að vera í marga mánuði held ég.

En ég horfði á laugardaginn, fékk mér meira að segja hvítvín með og kaus Ragnheiði Gröndal og Fabúlu.  Ok. þær unni ekki, komust ekki í 3 efstu sætin en þær voru æðislegar.  Ég er að hugsa um að við erum búin að senda ekta Eurolög, við erum búin að prófa að senda eitthvað djók sb. Silvia Nótt og nú fannst mér að við ættum bara að senda gott lag án þess að hugsa um hvort eða hvernig því muni vegna í keppninni en ég ræð að sjálfsögðu engu.

Lagið sem fer út er ágætt, ég treysti Friðriki Ómari og Regínu Ósk fullkomlega til að gera þetta vel og vera okkur öllum til sóma en við eigum ekki eftir að vinna þessa keppni.  Nú er ég alveg viss.  Enda tónlistahúsið ekki tilbúið svo það er betra að bíða með stóra trompið þar til það er klárt.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.