Já það eru sko hetjur út um allt og ef þú bara opnar augun fyrir þeim þá sérðu þær. Mest þykir mér nú um hvunndagshetjurnar sem eru alltaf tilbúnar að koma og hjálpa þegar nágranninn þarf hjálp. Þrátt fyrir aldur og veikindi. En sko við Þráinn tókum gluggann niður af kerrunni bara tvö. Já já það tókst með því að hugsa smá og jú jú ég er enn með marbletti við öxlina eftir að nota hana aðeins til að hjálpa mér.
En sko ég skil ekki af hverju við eigum ekki lyftara! Við erum nýbúin að byggja okkur útistofu og allur viðurinn í hana kom í einum pakka og póstbíllinn hringdi í Þráin áður en hann kom og spurði hvort við værum tilbúin með lyftara til að taka hann niður af bílnum. Ha, þú ert að koma með þetta í heimahús, er það bara vaninn hérna í Noregi að fólk sé með lyftara í garðinum hjá sér, ja nei sagði maðurinn og Þráinn spurði hann hvernig hann hefði komið pakkanum uppá bíl, jú með lyftara. Já en við eigum því miður ekki lyftara sagði Þráinn svo þú verður bara að skilja þetta eftir niðri í nærbutikken okkar þar sem við getum svo reynt að koma því á kerru heim. Það gekk að sjálfsögðu upp með því að fá lyftara til að setja á kerruna og svo tókum við efnið spítu fyrir spítu af kerrunni. Svo kemur glugginn á kerru og enn enginn lyftari í þessu húsi og ekki hægt að taka hann úr kerrunni spítu fyrir spítu enda er þetta pvc gluggi.
En glugginn er 3×2 metrar og þetta er engin léttavara sem þarf að færa hringinn í kringum húsið og lyfta upp í gluggafalsið en okkur tókst það, en fyrst þurfti nú að ná gamla glugganum úr og það var svo sem hörkuvinna líka og enginn veit hvað bíður manns þegar séð er undir en sem betur fer var enginn raki eða skemmdir þrátt fyrir að glugginn sé búinn að mígleka í 2 ár.
Við fengum að sjálfsögðu krakkana okkar frá Kristiansand til að koma og hjálpa og það munar um minna, félagarnir Jan og Aslak voru líka svo góðir að koma og hjálpa og svo vorum ég og amma Steina á kantinum, ég að taka myndir og hún að prjóna en jú jú auðvitað gerum við gagn við að handlanga, þrífa og þess háttar. Laga mat handa genginu og gera gott við þau.
En sem sagt glugginn fór út og stóru rúðunni var ekki hægt að ná út án þess að mölbrjóta hana og hafði minn maður vit á að setja plastdúk undir svo hægt væri að moka glerinu upp af honum án þess að gras og stétt væru full af gleri fram á næsta sumar.
Við Steina nutum morgunblíðunnar meðan Þráinn var að taka gamla gluggan út, það má nefnilega líka. Og nota bene, húsið var gluggalaust í ca. klukkutíma og þá þurfi endilega að fara að rigna, annast skein sólin allan daginn, okkur til heiðurs.
Hérna á vídeóinu fyrir neðan sjáið þið hvernig þessir snillingar náðu að halda á glugganum hringinn í kringum húsið og koma honum svo upp á réttan stað. Það var kannski erfiðasti parturinn. En ég náði nú ekki að taka vídeó af öllu saman því ég varð að koma hlaupandi og lagfæra strappana undir glugganum og halda við, en jú jú við sjáum nú alveg hvað tæknin er flott hjá þeim.
Og svo áður en maður vissi af var nýji glugginn kominn í og þetta lítur allt ágætlega út sýnist mér.
Svo í dag, verður farið í að fínisera og byggja í kringum og kannski bara fá inn sólbekk oþh. Svakalega góð byrjun á sumarfríinu en jú jú þetta varð að gera og núna besti tíminn.
Meira að segja útsýnið út um gluggann hefur ekki verið betra þetta sumarið og hér er smá vídeóbrot af því. Maður er endalaust bara að njóta eða þannig. Nei það var gott að sjá að unga fólkið er farið að koma á blakvöllinn aftur, hann hefur verið lítið notaður þetta sumarið og enga sjáum við veiðimennina hérna í kring því áin er lokuð vegna sýkingar í laxastofninum.
Þangað til næst, ykkar Kristin á Nesan