Lindholmen er eyjan hennar Julie vinkonu eða réttara sagt pabba hennar en hún hefur nokkrum sinnum boðið okkur þangað og nú síðast á mánudaginn en þá vorum við upptekin við gluggaísetningu og vorum bara ekki viss þá hvort við rötuðum á þessa litlu eyju fyrir utan Tregde í Mandal en með þokkalegu minni, aðstoð Google þó ekki sé hægt að setja inn siglingarleiðir þá gat ég sett inn veginn frá Mandal til Tregde og sá hvernig allar eyjarnar í kring lágu og já þetta gekk og við svo geggjað ánægð með að hafa fundið eyjuna og stoppuðum þar í smá stund, borðuðum nesti og sigldum aftur heim.
Frábær dagur fyrir fólk sem er ennþá í æfingasiglingum eða þannig. Og eins og þið sjáið þá eru eyjarnar ansi margar þarna og sú sem við ætluðum að finna pínulítil.