Fór í göngutúr með hundinn og ákvað að taka myndir á leiðinni með myndavélina hangandi niður með síðunni á mér og þar af leiðandi nota sjónarhorn 2 ára barns eða álíka. Það var dáldið gaman að sjá eftirá árangurinn því þetta eru eiginlega skot út í loftið en að sjálfsögðu valdi ég sjónarhornið frá minni hæð en skaut sem sagt dáldið neðar.
Þangað til næst, ykkar Kristín á Nesan