Skrapp með Erro í göngutúr kl. 8.30 í morgun, þar sem það spáði svo miklum hita og sól í dag og betra fyrir hann að ganga þegar það er svalara, einnig svo hann brenni hreinlega ekki á loppunum við að labba á malbikinu. En jú klukkan 8 var hitinn kominn í 20 gráður en ekki svo heit sólin ennþá svo við áttum yndislegan göngutúr og kíktum aðeins hinum megin við ána okkar.