Ég er búin að vera ótrúlega dugleg að labba út með myndavélina og hundinn að undanförnu og alveg ótrúlegt hvað ég get tekið mikið af myndum og notið mín þegar það er fallegt haustveður. Eftir samt allar fallegu landslagsmyndirnar sem ég tók um daginn í haustlitum og þokunni hélt ég að nú hefði ég ekkert meira að mynda en jú jú auðvitað finnur maður það ef maður horfir aðeins nær. Elska þessa liti sem nú eru í náttúrunni og ég skil ekki að mér finnst haustlitirnir mun sterkari hérna í Noregi núna en nokkurn tíma áður. Hvort það sé af því að ég hef ekki verið um haust á Íslandi dáldið lengi og því er ég ekki endalaust að bera saman eða hvort þetta er málið, veit ég ekki. Alla vega njótið og munið að horfa ykkur nær, þegar þið farið næst út að ganga.