Ég fann geggjaða uppskrift af einfaldri og hollri súpu sem ég ætla að kalla fimmtudagssúpan.
Í súpuna þarftu sæta kartörflu, papriku, púrrulauk eða vorlauk, nýrnarbaunir, maiskorn hakkaða tómata, kókósmjólk og smá sítrónusafa.
Þú byrjar að skera sætu kartöfluna í smá bita (skræla hana fyrst) og ég bakaði í airfryer en þú getur alveg sett bitana í ofnskúffu og bakað í ofninum. Og meðan kartöflurnar eru að bakast þá skerðu niður grænmetið og skolar nýrnabaunirnar og steikir þetta svo allt á pönnu í olífuolíu. Hellir þessu svo yfir í pott og bætir við nýrnabaununum, hökkuðum tómötum, vatni, grænmetistening og kókósmjólkinni og leyfir að malla smá á hellunni, kreistir svo hálfa sítrónu útí og að lokum seturðu sætu kartöflubitana samanvið.
Kryddar með hvítlaukssalti og kajennpipar og papriku.
Geggjað góð súpa, einföld og holl.
Þangað til næst, ykkar Kristin á Nesan